Er Alfreð nógu stór til að losna við skugga Dags? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:30 Alfreð Gíslason og svo Dagur Sigurðsson þegar hann var tolleraður eftir sigur Þjóðverja á EM 2016. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011) Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011)
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira