Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 07:19 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09