Hrósaði sigri og fordæmdi Demókrata og Mitt Romney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Forsetinn hélt uppi forsíðu dagsins hjá Washington Post og sagði þetta einu góðu fyrirsögnina sem hann hefði fengið hjá því blaði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira