Íslandsbanki mun þann 11. febrúar næstkomandi lækka vexti. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu bankans þar sem þessi ákvörðun er kynnt með yfirskriftinni: „Óverðtryggð húsnæðislán undir 5%“.
Þessi ákvörðun kemur nú degi eftir að Seðlabankinn boðaði lækkun stýrivaxta 0,25 prósentustig. Í tilkynningunni segir að breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,20 prósentustig. Og þá lækka Ergo-bílalán og bílasamningar einnig eða um 0,25 prósentustig.
„Aðrir breytilegir vextir óverðtryggðra útlána lækka um allt að 0,25 prósentustig. Breytilegir innlánsvextir lækka um allt að 0,25% prósentustig.“
Íslandsbanki lækkar vexti

Tengdar fréttir

Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka stýrivöxti bankans í 2,75% á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum.

Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi
Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum.

Stýrivextir lækka í 2,75 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur.

Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár
Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár.