Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir upp fyrir Þórsara Smári Jökull Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 22:30 vísir/bára Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í 18.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 95-78 en með sigrinum fer Grindavík uppfyrir Þór í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var í járnum til að byrja með. Það var jafnt á flestum tölum og heimamenn leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 21-20. Heimamenn gáfu aðeins í í öðrum leikhluta. Ólafur Ólafsson var að leika frábærlega og setti niður mikilvæg stig. Björgvin Hafþór Ríkharðsson kom sterkur inn af bekknum og Seth LeDay hélt áfram að setja mark sitt á lið Grindavíkur. Heimamenn leiddu 50-39 í leikhléi og voru með yfirhöndina. Orkan í liði Grindavíkur smitaði út frá sér í stúkuna og öfugt. Þórsarar voru ekki að leika vel og Grindvíkingar fengu að leika lausum hala sem sést á þriggja stiga nýtingu þeirra sem var tæp 60%. Þeir héldu áfram að bæta í og voru komnir fimmtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar reyndu en voru einfaldlega ekki nógu sterkir í kvöld. Heimamenn sigldu sigrinum örugglega í höfn og fögnuðu vel í leikslok.Af hverju vann Grindavík?Ef Grindavík hittir úr 60% þriggja stiga skota sinna og heldur andstæðingunum undir 80 stigum þá held ég að þeir vinni flesta leiki. Þeir voru betra liðið á flestum vígstöðvum í dag og skiluðu mjög heilsteyptri frammistöðu í vörn og sókn. Breytingarnar sem þeir gerðu með því að fá inn Seth Leday og Miljan Rakic hafa skilað sér í skipulagðari sóknarleik og betri vörn. Það voru margir að leggja í púkkið sem sést á jöfnu stigaskori leikmanna. Svæðisvörnin sem þeir spiluðu stóran hluta leiksins var mjög grimm og áttu Þórsarar fá svör. Þór spilaði alls ekki vel í dag. Þeir hittu illa, töpuðu mörgum boltum auk þess sem of margir lykilmenn áttu slæman dag.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson frábær og átti sinn besta leik á tímabilinu. Hann hitti vel og hann virtist njóta sín afskaplega vel inni á vellinum. Seth LeDay skoraði 15 stig og tók 12 fráköst og Ingvi Þór Guðmundsson átti sömuleiðis fínan leik og gaf hvorki meira né minna en 11 stoðsendingar. Hjá Þór átti Marko Bakovic ágæta spretti en aðrir geta töluvert betur.Hvað gekk illa?Það var eins og Þórsarar væru of litlir í sér fyrir baráttuna í leiknum í kvöld. Þeir létu einstaka dóma fara í taugarnar á sér, voru óskipulagðir í vörninni og áttu í miklum vandræðum með svæðisvörn Grindvíkinga á löngum köflum. Þór hefur tapað 5 af 7 leikjum eftir áramótin og þurfa að girða sig í brók í næstu leikjum.Hvað gerist næst?Nú er framundan hlé á deildarkeppninni vegna bikarúrslitavikunnar. Grindvíkingar leika þar og mæta Fjölni í undanúrslitum á miðvikudaginn. Í deildinni á Þór næst útleik gegn ÍR sem er fjórum stigum á undan Grindavík og Þór í töflunni. Grindvíkingar fara á Hlíðarenda og mæta þar Valsmönnum sem sitja í fallsæti deildarinnar.Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotumDaníel Guðni sagðist vonast til að Seth LeDay fengi bara áminningu vegna atviksins sem átti sér stað gegn Stjörnunni á mánudaginn.VÍSIR/BÁRA„Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri." Fyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi.„Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“ Friðrik Ingi: Má segja að við höfum fallið á þessu prófi sem við mættum íFriðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Þórs.vísir/báraFriðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórsara var ekki ánægður með sína menn í kvöld í tapleiknum gegn Grindavík. „Við vorum einfaldlega slakir og ég held að þetta hafi verið einn okkar slakasti leikur í langan tíma, því miður. Það má segja að við höfum fallið á þessu prófi sem við mættum í hér í dag,“ sagði Friðrik Ingi við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Við þurfum bara að finna taktinn aftur. Það er enginn beygur í mér í sjálfu sér, það eru fjórir leikir eftir og það á mikið eftir að gerast. Það eiga eftir að verða ýmis úrslit á þessum lokametrum þar sem allir leikir eru mikilvægir á öllum vígstöðvum.“ Þórsarar fengu á sig 95 stig í leiknum í kvöld og vörn þeirra var slök mest allan leikinn. „Varnarleikurinn var ekki góður í dag. Þeir fengu að leika lausum hala og við áttum í erfiðleikum maður gegn manni og héldum ekki mönnum fyrir framan okkur. Þá er eftirleikurinn auðveldari fyrir andstæðinginn og hann nær á skapa usla í vörninni.“ „Fyrst og fremst vorum við að tapa orrustum úti á velli, einn á móti einum. Þeir gengu á lagið og fengu sjálfstraustið. Mér fannst þegar leið á leikinn fannst mér sjálfstraustið hjá mínum mönnum fara þverrandi. Grindavík var einfaldlega betri aðilinn hér í dag.“ Leikurinn var afar miklvægur og sigurinn í raun lífsnauðsynlegur fyrir Grindvíkinga en Þórsarar hefðu nánast gert út um vonir Suðurnesjamanna með sigri í kvöld. „Við hefðum getað náð góðri forystu gegn þeim en þeir jafna okkur og eru fyrir ofan á innbyrðisviðureignum. En eins og ég sagði áðan eru fjórir leiki eftir og það má lítið út af bregða.“ „Við þurfum að finna okkar takt og nota þetta frí sem kemur núna mjög vel í að endurstilla okkar leik. Vonandi finnum við einhverja fleti á því og stjórnum því sem við höfum áhrif á. Það er ljóst að við þurfum eitthvað að breyta því frammistaðan hér í dag var mikil vonbrigði.“Ólafur: Við settumst niður og töluðum samanÓlafur átti flottan leik í kvöld.Vísir/DaníelÓlafur Ólafsson átti sinn besta leik á tímabilinu í sigrinum gegn Þór í kvöld. Hann skoraði 20 stig og dreif samherja sína áfram inni á vellinum. „Við lögðum upp með að ná í tvö stig og þetta var ógeðslega gaman og geðveikt að sjá hvernig við spiluðum körfubolta saman í kvöld,“ sagði Ólafur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum. Hann var sammála því að Grindvíkingarnir væru að spila mun betur saman sem lið en þeir gerðu fyrir ekki svo löngu síðan. „Við settumst bara niður og töluðum saman allt liðið. Það er stundum gott að setjast niður og tala saman og við ákváðum bara að breyta þessu. Kaninn kemur með jákvæða orku með sér og þetta er á réttri leið allavega.“ Eins og áður segir var Ólafur mjög góður í leiknum í kvöld en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í vetur. „Ég er nú ekkert búinn að vera sérstakur í vetur. Ég er búinn að eiga tvo góða leiki, það er ekki meir,“ sagði Ólafur. Framundan hjá Grindavík er leikur í undanúrslitum bikarsins gegn Fjölni á miðvikudag. „Það veitir meira sjálfstraust að fara inn í undanúrslit í bikarnum af svona krafti og það hefði verið erfiðara að koma þangað eftir tap í kvöld. Við ákváðum að koma af fullum krafti í kvöld og sýna úr hverju við erum gerðir. Okkur tókst það og vonandi náum við að halda því áfram út tímabilið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31
Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í 18.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 95-78 en með sigrinum fer Grindavík uppfyrir Þór í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var í járnum til að byrja með. Það var jafnt á flestum tölum og heimamenn leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 21-20. Heimamenn gáfu aðeins í í öðrum leikhluta. Ólafur Ólafsson var að leika frábærlega og setti niður mikilvæg stig. Björgvin Hafþór Ríkharðsson kom sterkur inn af bekknum og Seth LeDay hélt áfram að setja mark sitt á lið Grindavíkur. Heimamenn leiddu 50-39 í leikhléi og voru með yfirhöndina. Orkan í liði Grindavíkur smitaði út frá sér í stúkuna og öfugt. Þórsarar voru ekki að leika vel og Grindvíkingar fengu að leika lausum hala sem sést á þriggja stiga nýtingu þeirra sem var tæp 60%. Þeir héldu áfram að bæta í og voru komnir fimmtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar reyndu en voru einfaldlega ekki nógu sterkir í kvöld. Heimamenn sigldu sigrinum örugglega í höfn og fögnuðu vel í leikslok.Af hverju vann Grindavík?Ef Grindavík hittir úr 60% þriggja stiga skota sinna og heldur andstæðingunum undir 80 stigum þá held ég að þeir vinni flesta leiki. Þeir voru betra liðið á flestum vígstöðvum í dag og skiluðu mjög heilsteyptri frammistöðu í vörn og sókn. Breytingarnar sem þeir gerðu með því að fá inn Seth Leday og Miljan Rakic hafa skilað sér í skipulagðari sóknarleik og betri vörn. Það voru margir að leggja í púkkið sem sést á jöfnu stigaskori leikmanna. Svæðisvörnin sem þeir spiluðu stóran hluta leiksins var mjög grimm og áttu Þórsarar fá svör. Þór spilaði alls ekki vel í dag. Þeir hittu illa, töpuðu mörgum boltum auk þess sem of margir lykilmenn áttu slæman dag.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson frábær og átti sinn besta leik á tímabilinu. Hann hitti vel og hann virtist njóta sín afskaplega vel inni á vellinum. Seth LeDay skoraði 15 stig og tók 12 fráköst og Ingvi Þór Guðmundsson átti sömuleiðis fínan leik og gaf hvorki meira né minna en 11 stoðsendingar. Hjá Þór átti Marko Bakovic ágæta spretti en aðrir geta töluvert betur.Hvað gekk illa?Það var eins og Þórsarar væru of litlir í sér fyrir baráttuna í leiknum í kvöld. Þeir létu einstaka dóma fara í taugarnar á sér, voru óskipulagðir í vörninni og áttu í miklum vandræðum með svæðisvörn Grindvíkinga á löngum köflum. Þór hefur tapað 5 af 7 leikjum eftir áramótin og þurfa að girða sig í brók í næstu leikjum.Hvað gerist næst?Nú er framundan hlé á deildarkeppninni vegna bikarúrslitavikunnar. Grindvíkingar leika þar og mæta Fjölni í undanúrslitum á miðvikudaginn. Í deildinni á Þór næst útleik gegn ÍR sem er fjórum stigum á undan Grindavík og Þór í töflunni. Grindvíkingar fara á Hlíðarenda og mæta þar Valsmönnum sem sitja í fallsæti deildarinnar.Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotumDaníel Guðni sagðist vonast til að Seth LeDay fengi bara áminningu vegna atviksins sem átti sér stað gegn Stjörnunni á mánudaginn.VÍSIR/BÁRA„Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri." Fyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi.„Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“ Friðrik Ingi: Má segja að við höfum fallið á þessu prófi sem við mættum íFriðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Þórs.vísir/báraFriðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórsara var ekki ánægður með sína menn í kvöld í tapleiknum gegn Grindavík. „Við vorum einfaldlega slakir og ég held að þetta hafi verið einn okkar slakasti leikur í langan tíma, því miður. Það má segja að við höfum fallið á þessu prófi sem við mættum í hér í dag,“ sagði Friðrik Ingi við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Við þurfum bara að finna taktinn aftur. Það er enginn beygur í mér í sjálfu sér, það eru fjórir leikir eftir og það á mikið eftir að gerast. Það eiga eftir að verða ýmis úrslit á þessum lokametrum þar sem allir leikir eru mikilvægir á öllum vígstöðvum.“ Þórsarar fengu á sig 95 stig í leiknum í kvöld og vörn þeirra var slök mest allan leikinn. „Varnarleikurinn var ekki góður í dag. Þeir fengu að leika lausum hala og við áttum í erfiðleikum maður gegn manni og héldum ekki mönnum fyrir framan okkur. Þá er eftirleikurinn auðveldari fyrir andstæðinginn og hann nær á skapa usla í vörninni.“ „Fyrst og fremst vorum við að tapa orrustum úti á velli, einn á móti einum. Þeir gengu á lagið og fengu sjálfstraustið. Mér fannst þegar leið á leikinn fannst mér sjálfstraustið hjá mínum mönnum fara þverrandi. Grindavík var einfaldlega betri aðilinn hér í dag.“ Leikurinn var afar miklvægur og sigurinn í raun lífsnauðsynlegur fyrir Grindvíkinga en Þórsarar hefðu nánast gert út um vonir Suðurnesjamanna með sigri í kvöld. „Við hefðum getað náð góðri forystu gegn þeim en þeir jafna okkur og eru fyrir ofan á innbyrðisviðureignum. En eins og ég sagði áðan eru fjórir leiki eftir og það má lítið út af bregða.“ „Við þurfum að finna okkar takt og nota þetta frí sem kemur núna mjög vel í að endurstilla okkar leik. Vonandi finnum við einhverja fleti á því og stjórnum því sem við höfum áhrif á. Það er ljóst að við þurfum eitthvað að breyta því frammistaðan hér í dag var mikil vonbrigði.“Ólafur: Við settumst niður og töluðum samanÓlafur átti flottan leik í kvöld.Vísir/DaníelÓlafur Ólafsson átti sinn besta leik á tímabilinu í sigrinum gegn Þór í kvöld. Hann skoraði 20 stig og dreif samherja sína áfram inni á vellinum. „Við lögðum upp með að ná í tvö stig og þetta var ógeðslega gaman og geðveikt að sjá hvernig við spiluðum körfubolta saman í kvöld,“ sagði Ólafur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum. Hann var sammála því að Grindvíkingarnir væru að spila mun betur saman sem lið en þeir gerðu fyrir ekki svo löngu síðan. „Við settumst bara niður og töluðum saman allt liðið. Það er stundum gott að setjast niður og tala saman og við ákváðum bara að breyta þessu. Kaninn kemur með jákvæða orku með sér og þetta er á réttri leið allavega.“ Eins og áður segir var Ólafur mjög góður í leiknum í kvöld en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í vetur. „Ég er nú ekkert búinn að vera sérstakur í vetur. Ég er búinn að eiga tvo góða leiki, það er ekki meir,“ sagði Ólafur. Framundan hjá Grindavík er leikur í undanúrslitum bikarsins gegn Fjölni á miðvikudag. „Það veitir meira sjálfstraust að fara inn í undanúrslit í bikarnum af svona krafti og það hefði verið erfiðara að koma þangað eftir tap í kvöld. Við ákváðum að koma af fullum krafti í kvöld og sýna úr hverju við erum gerðir. Okkur tókst það og vonandi náum við að halda því áfram út tímabilið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum