Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira