Sjávarútvegssveitarfélög vilja hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til að mæta loðnubresti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem loðnubrestur bitnar á. Vísir/Vilhelm Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Sjávarútvegur Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Sjávarútvegur Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira