Krefjast þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2020 10:38 Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. AP/Patrick Semansky Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði með sakfellingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þinginu í gær. Með því varð hann fyrsti þingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta sem tilheyrir sínum flokki vegna embættisákæra í sögu ríkisins. Byggði hann atkvæði sitt á samvisku sinni og trú. Trump var sýknaður af tveimur ákærum fyrir embættisbrot í gær. Romneyt greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir að misnota vald sitt en greiddi atkvæði með sýknu þegar kom að ákæru fyrir að standa í vegi þingsins. Við atkvæðagreiðsluna sagðist Romney gera sér grein fyrir því að aðilar í Repúblikanaflokknum og ríki hans, Utah, yrðu ósátt við ákvörðun hans. Þá sagðist hann búast við því að verða gagnrýndur. „Ég er viss um að mér verði úthúðað af forsetanum og stuðningsmönnum hans,“ sagði Romney og spurði hvort einhver trúði því að hann myndi sætta sig við þær afleiðingar án þess að vera fullviss um sitt atkvæði. Hann sagði sönnunargögnin sýna að forsetinn hafi brotið af sér með því að þrýsta á forseta Úkraínu og krefjast þess að hann rannsakaði pólitíska andstæðinga sína. Bandamenn Trump voru ekki lengi að vaða í Romney. Donald Trump yngri, sonur forsetans, kallaði eftir því á Twitter að Romney yrði vikið úr Repúblikanaflokknum og gerði grín að klæðnaði hans á Instagram. Stephanie Grisham, umdeildur upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að einungis andstæðingar Trump, allir Demókratar og „einn misheppnaður forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins“, hefðu greitt atkvæði gegn Trump. Ronna McDaniel, formaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins og frænka Romney, skaut einnig á hann í yfirlýsingu. Hún sagðist oft hafa verið ósammála Romney og að staðreyndin væri sú að Trump hefði ekkert gert af sér. Repúblikanaflokkurinn stæði sameinaður við bakið á forsetanum. Aðrir bandamenn Trump innan Repúblikanaflokksins hafa veist harðlega að Romney og kallað hann „tapara“, „öfundsjúkan“ og segja hann ekki í takt við Repúblikanaflokkinn. Ákvörðun hans hafi verið tekin af persónulegum ástæðum og vegna þess að honum sé illa við Donald Trump. Meðal annarra hafa þingmenn Repúblikanaflokksins haldið þessu fram. Þáttastjórnendur Fox hafa gagrýnt Romney harkalega og meðal annars sett hann í flokk svikara meðal Júdasar, Brútusar og Benedict Arnold. Trump sjálfur birti tvö tíst um Romney í gærkvöldi og í nótt. Forsetinn hefur lengi stært sig af því að ganga hart fram gegn óvinum sínum, ímynduðum og raunverulegum, eins og það er orðað í frétt Washington Post. Í öðru tístanna sagðist hann viss um að ef Romney hefði varið jafn mikilli orku í kosningabaráttunni gegn Barack Obama á sínum tíma, hefði hann orðið forseti. Í hinu tístinu birti hann myndband þar sem ýjað er að því að Romney sé í raun hliðhollur Demókrötum. Had failed presidential candidate @MittRomney devoted the same energy and anger to defeating a faltering Barack Obama as he sanctimoniously does to me, he could have won the election. Read the Transcripts!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 6, 2020 pic.twitter.com/FIg1SYtJcy — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2020 Bandamenn Trump komu saman í hóteli forsetans í Washington DC í gærkvöldi og fögnuðu sýknu hans. Þar mátti sjá meðlimi lögmannateymis Trump með fjölskyldumeðlimum hans og öðrum stuðningsmönnum úr fjölmiðlum Bandaríkjanna. Þó einhverjir þeirra hafi gagnrýnt Romney og meðal annars sagt að vísa ætti honum úr Repúblikanaflokknum, sögðust þeir vonast til þess að Trump sjálfur myndi ekki einblína á það að Romney hafi greitt atkvæði gegn honum. Þeir vonast til þess að hann einbeiti sér frekar að sigrinum. Segir samstarfsmenn sína hrædda við forsetann Sherrod Brown, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, skrifaði í gærkvöldi grein á vef New York Times, þar sem hann segir þingmenn Repúblikanaflokksins viðurkenna í einrúmi að þeir óttist Trump og bandamenn hans. Því hafi þeir sýknað hann. „Þeir eru hræddir um að Trump gefi þeim viðurnefni eins og „Low Energy Jeb“ og „Lyin‘ Ted“ eða að hann tísti um sviksemi þeirra,“ skrifaði Brown. Hann sagði þó að mest af öllu óttuðust þingmennirnir að Trump myndi beita sér gegn þeim í forvali Repúblikanaflokksins og að bandamenn Trump í fjölmiðlum myndu sömuleiðis snúast gegn þeim. Brown segir sömuleiðis að í einrúmi hafi margir samstarfsmenn hans í Repúblikanaflokknum viðurkennt að þeim þyki Trump óhæfur og að hann hafi í raun brotið af sér. Þeir viti sömuleiðis að frekari sönnunargögn muni líta dagsins ljós. Fyrrverandi ráðgjafi Romney segir þingmanninn ekki sinna starfi sínu með tilliti til ótta. Hann hafi litið á málið og hugsað hvað hann myndi gera ef Demókrati væri í Hvíta húsinu. „Hann vildi vera sannur kviðdómandi. Hann tók því mjög alvarlega. Ég held að Mitt Romney muni sofa vel í nótt.“ Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði með sakfellingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þinginu í gær. Með því varð hann fyrsti þingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta sem tilheyrir sínum flokki vegna embættisákæra í sögu ríkisins. Byggði hann atkvæði sitt á samvisku sinni og trú. Trump var sýknaður af tveimur ákærum fyrir embættisbrot í gær. Romneyt greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir að misnota vald sitt en greiddi atkvæði með sýknu þegar kom að ákæru fyrir að standa í vegi þingsins. Við atkvæðagreiðsluna sagðist Romney gera sér grein fyrir því að aðilar í Repúblikanaflokknum og ríki hans, Utah, yrðu ósátt við ákvörðun hans. Þá sagðist hann búast við því að verða gagnrýndur. „Ég er viss um að mér verði úthúðað af forsetanum og stuðningsmönnum hans,“ sagði Romney og spurði hvort einhver trúði því að hann myndi sætta sig við þær afleiðingar án þess að vera fullviss um sitt atkvæði. Hann sagði sönnunargögnin sýna að forsetinn hafi brotið af sér með því að þrýsta á forseta Úkraínu og krefjast þess að hann rannsakaði pólitíska andstæðinga sína. Bandamenn Trump voru ekki lengi að vaða í Romney. Donald Trump yngri, sonur forsetans, kallaði eftir því á Twitter að Romney yrði vikið úr Repúblikanaflokknum og gerði grín að klæðnaði hans á Instagram. Stephanie Grisham, umdeildur upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að einungis andstæðingar Trump, allir Demókratar og „einn misheppnaður forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins“, hefðu greitt atkvæði gegn Trump. Ronna McDaniel, formaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins og frænka Romney, skaut einnig á hann í yfirlýsingu. Hún sagðist oft hafa verið ósammála Romney og að staðreyndin væri sú að Trump hefði ekkert gert af sér. Repúblikanaflokkurinn stæði sameinaður við bakið á forsetanum. Aðrir bandamenn Trump innan Repúblikanaflokksins hafa veist harðlega að Romney og kallað hann „tapara“, „öfundsjúkan“ og segja hann ekki í takt við Repúblikanaflokkinn. Ákvörðun hans hafi verið tekin af persónulegum ástæðum og vegna þess að honum sé illa við Donald Trump. Meðal annarra hafa þingmenn Repúblikanaflokksins haldið þessu fram. Þáttastjórnendur Fox hafa gagrýnt Romney harkalega og meðal annars sett hann í flokk svikara meðal Júdasar, Brútusar og Benedict Arnold. Trump sjálfur birti tvö tíst um Romney í gærkvöldi og í nótt. Forsetinn hefur lengi stært sig af því að ganga hart fram gegn óvinum sínum, ímynduðum og raunverulegum, eins og það er orðað í frétt Washington Post. Í öðru tístanna sagðist hann viss um að ef Romney hefði varið jafn mikilli orku í kosningabaráttunni gegn Barack Obama á sínum tíma, hefði hann orðið forseti. Í hinu tístinu birti hann myndband þar sem ýjað er að því að Romney sé í raun hliðhollur Demókrötum. Had failed presidential candidate @MittRomney devoted the same energy and anger to defeating a faltering Barack Obama as he sanctimoniously does to me, he could have won the election. Read the Transcripts!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 6, 2020 pic.twitter.com/FIg1SYtJcy — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2020 Bandamenn Trump komu saman í hóteli forsetans í Washington DC í gærkvöldi og fögnuðu sýknu hans. Þar mátti sjá meðlimi lögmannateymis Trump með fjölskyldumeðlimum hans og öðrum stuðningsmönnum úr fjölmiðlum Bandaríkjanna. Þó einhverjir þeirra hafi gagnrýnt Romney og meðal annars sagt að vísa ætti honum úr Repúblikanaflokknum, sögðust þeir vonast til þess að Trump sjálfur myndi ekki einblína á það að Romney hafi greitt atkvæði gegn honum. Þeir vonast til þess að hann einbeiti sér frekar að sigrinum. Segir samstarfsmenn sína hrædda við forsetann Sherrod Brown, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, skrifaði í gærkvöldi grein á vef New York Times, þar sem hann segir þingmenn Repúblikanaflokksins viðurkenna í einrúmi að þeir óttist Trump og bandamenn hans. Því hafi þeir sýknað hann. „Þeir eru hræddir um að Trump gefi þeim viðurnefni eins og „Low Energy Jeb“ og „Lyin‘ Ted“ eða að hann tísti um sviksemi þeirra,“ skrifaði Brown. Hann sagði þó að mest af öllu óttuðust þingmennirnir að Trump myndi beita sér gegn þeim í forvali Repúblikanaflokksins og að bandamenn Trump í fjölmiðlum myndu sömuleiðis snúast gegn þeim. Brown segir sömuleiðis að í einrúmi hafi margir samstarfsmenn hans í Repúblikanaflokknum viðurkennt að þeim þyki Trump óhæfur og að hann hafi í raun brotið af sér. Þeir viti sömuleiðis að frekari sönnunargögn muni líta dagsins ljós. Fyrrverandi ráðgjafi Romney segir þingmanninn ekki sinna starfi sínu með tilliti til ótta. Hann hafi litið á málið og hugsað hvað hann myndi gera ef Demókrati væri í Hvíta húsinu. „Hann vildi vera sannur kviðdómandi. Hann tók því mjög alvarlega. Ég held að Mitt Romney muni sofa vel í nótt.“
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira