Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2020 14:03 Helst er á Helgu Völu að skilja að málflutningurinn hafi verið heldur vandræðalegur fyrir íslenskt réttarfar. „Þetta er mitt Anfield,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður en hún fylgdist grannt með málflutningi í „Landsréttarmálinu“ fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassborg nú í morgun. Fjöldi Íslendinga var viðstaddur, Helga Vala segir í samtali við Vísi frá Strassborg, að sér hafi talist svo til að um 60 manns hafi verið að ræða; Íslendingar sem lagt höfðu land undir fót til að fylgjast með málflutningnum. Dómarar, lögmenn, laganemar … og tveir þingmenn. Helga Vala sjálf og Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Málið hverfist um embættisfærslur hennar. Hverjir voru hvar í Strassborg Fréttamaður Ríkisútvarpsins var á staðnum og hann birti nöfn einhverra þeirra sem hann þekkti í salnum, hverjir voru hvar-lista á vefsíðu Ríkisútvarpsins: „Benedikt Bogason, hæstaréttardómari og formaður Dómstólasýslunnar, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Ragnhildur Arnljótsdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, héraðsdómarinn Lárentsínus Kristjánsson, lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, Kjartan Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og starfsmaður Evrópuráðsins í Strassborg, og athafnamennirnir Þorsteinn M. Jónsson og Magnús Ármann.“ Vilhjálmur var einn gegn fimm manna lögmannasveit ríkisins. „Góð Anfield-ferð,“ segir Helga Vala til samanburðar en vísar þar óbeint til áhuga eiginmanns síns, Gríms Atlasonar, á Liverpool sem oft hefur farið á Anfield til að fylgjast með sínum mönnum. Helga Vala segir þetta hafa verið einstaklega áhugavert. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður var þarna einn gegn fimm manna lögmannasveit ríkisins. Málið snýst um skipan dómara við Landsrétt en þúfan er mál skjólstæðings Vilhjálms, Guðmundar Andra Ástráðssonar, sem var dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Um niðurstöðuna í því máli er ekki deilt heldur umboð dómara Landréttar eftir umdeilda skipan þeirra af hálfu Sigríðar Á Andersen, þá dómsmálaráðherra í hinu mikla Landsréttarmáli. „Það er svo áhugavert að heyra spurningarnar frá dómurunum. Maður vissi nokkurn veginn hvernig lögmennirnir myndu stilla þessu upp. Gat séð hvernig sóknin og vörnin yrðu annars vegar hjá Vilhjálmi og hins vegar lögmönnum ríkisins. En, svo komu spurningarnar, þær voru margar, óvenju margar segir mér fróðara fólk, þannig að það var áhugavert út af fyrir sig,“ segir Helga Vala. Ber að velja þann sem er hæfastur Helga Vala segir að það hafi hreinlega komið á sig við margar spurninganna. „Þar sem maður tekinn út úr búbblunni sinni. Og gerði sér betur grein fyrir því hvað dómarar eru að hugsa um þegar kemur að sjálfstæði dómsstóla. Við erum svolítið, já, ekkert að hugsa þetta mikið. Erum alltaf í þessari pælingu: Þetta gerist ekki á Íslandi. En, þarna er dómsstól, 17 manna dómur og mjög margir sem spurðu nokkurra spurninga. Með sumar þeirra skildi maður ekki alveg hvert voru að fara en aðrar voru opinberandi. Maður allt í einu varð pínu vandræðalegur.“ Hvernig þá?„Æji, bara, varðandi sjálfstæði dómsstóla. Það skiptir bara öllu máli. Réttur fólks til réttlátrar málsmeðferðar skiptir öllu máli. Það skein þarna í gegn. Varnir sem hafa verið settar fram í þessu máli eru ekkert sérstaklega sterkar, af okkar hálfu.“ Dómararnir voru 17 og spurðu lögmenn spjörunum úr. Þarna er að einhverju leyti verið að fjalla um hæfihugtakið sem er verulega sjúskað á Íslandi?„Já, það er það. En hér er ekki verið að tala um hæfishugtakið í rauninni, af því að það er óumdeilt að allt þetta fólk sem sótti um, þau eru öll hæf. En, þegar verið er að skipa dómara þá er skýrt kveðið á um að eingöngu megi velja þann sem er hæfastur. Ekki hæfur, heldur hæfastur. Og skýrt er kveðið á um að þegar velja á dómara eigi hæfisnefnd að skila lista, benda á þá sem eru hæfastir fyrir stjórnvöld til að velja. Þetta er lagabreyting sem er til komin að gefnu tilefni. Það má ekki velja þann sem ekki er álitinn hæfastur þó viðkomandi sé hæfur.“ Nýjar kríteríur ganga ekki nema gagnvart öllum Helga Vala segir að þetta atriði hafi verið gert skýrara í lögum og ef dómsmálaráðherra vill hrófla við listanum og setja inn einhverjar nýjar skilgreiningar, þá verði eitt yfir alla að ganga. Þar verði að ríkja samræmi, samhengi. „Ef hún vill setja inn eftir á eitthvað sem hún telur mikilvægast, eins og borið hefur á; dómarareynslu og kynjasjónarmið, þá er skýrt að viðkomandi hefði þurft að taka upp allan listann og setja þessar nýju kríteríur upp og meta alla út frá þessum nýju skilgreiningum. Ekki bara suma. Það var spurt mikið út í þetta. Mikill fjöldi Íslendinga mættu til að fylgjast með málflutningnum. Ef það voru kynjasjónarmið sem réðu, hvernig getið þið svarað því að karl númer 30 var tekinn inn en ekki kona númer 22? Karl númer 7 hent út, 7. hæfasti karlinn? Þetta eru spurningar sem þarf að svara.“Og það tókst ekki, eða hvað?„Lögmennirnir voru flinkir. Það kom í hlut Tim Otty, hins breska staðgengils ríkislögmanns, fulltrúa í varnarliði ríkisins, að svara spurningunum. Hann er náttúrlega með ensku að sínu móðurmáli.“ Flokkapólitík má ekki ráða Niðurstöðu í málinu er vonandi að vænta á þessu ári sem er athyglisvert út af fyrir sig. Víst er að dómstóllinn metur málið mikilvægt. „Þá vakti einnig athygli mína að töluvert púður var sett í meðferð Alþingis á málinu. Ef yfirdeildin tekur þann snúning eru þeir með alla fimmtán dómarana undir. Það er ekkert grín.“ En, varðandi stöðu ráðherra, Sigríðar Á Andersen. Menn hafa bent á að ef hún geri ekkert annað en taka við tilskipunum frá hæfisnefnd, í raun afgreiði bara málið án nokkurrar aðkomu, þá sé það sérkennilegt ef litið er til ábyrgðar sem hún ber? „Er þetta eitthvað öðruvísi, á þetta að vega þyngra þegar kemur að skipan dómara en bara með ráðningu í önnur störf? Ég hefði haldið að afskipti hennar ættu að vera minni ef eitthvað er. Það er mjög mikilvægt að það sé hafið yfir allan vafa að flokkspólitísk sjónarmið ráði ekki för.“ Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt. 6. desember 2019 18:45 Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Þetta er mitt Anfield,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður en hún fylgdist grannt með málflutningi í „Landsréttarmálinu“ fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassborg nú í morgun. Fjöldi Íslendinga var viðstaddur, Helga Vala segir í samtali við Vísi frá Strassborg, að sér hafi talist svo til að um 60 manns hafi verið að ræða; Íslendingar sem lagt höfðu land undir fót til að fylgjast með málflutningnum. Dómarar, lögmenn, laganemar … og tveir þingmenn. Helga Vala sjálf og Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Málið hverfist um embættisfærslur hennar. Hverjir voru hvar í Strassborg Fréttamaður Ríkisútvarpsins var á staðnum og hann birti nöfn einhverra þeirra sem hann þekkti í salnum, hverjir voru hvar-lista á vefsíðu Ríkisútvarpsins: „Benedikt Bogason, hæstaréttardómari og formaður Dómstólasýslunnar, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Ragnhildur Arnljótsdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, héraðsdómarinn Lárentsínus Kristjánsson, lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, Kjartan Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og starfsmaður Evrópuráðsins í Strassborg, og athafnamennirnir Þorsteinn M. Jónsson og Magnús Ármann.“ Vilhjálmur var einn gegn fimm manna lögmannasveit ríkisins. „Góð Anfield-ferð,“ segir Helga Vala til samanburðar en vísar þar óbeint til áhuga eiginmanns síns, Gríms Atlasonar, á Liverpool sem oft hefur farið á Anfield til að fylgjast með sínum mönnum. Helga Vala segir þetta hafa verið einstaklega áhugavert. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður var þarna einn gegn fimm manna lögmannasveit ríkisins. Málið snýst um skipan dómara við Landsrétt en þúfan er mál skjólstæðings Vilhjálms, Guðmundar Andra Ástráðssonar, sem var dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Um niðurstöðuna í því máli er ekki deilt heldur umboð dómara Landréttar eftir umdeilda skipan þeirra af hálfu Sigríðar Á Andersen, þá dómsmálaráðherra í hinu mikla Landsréttarmáli. „Það er svo áhugavert að heyra spurningarnar frá dómurunum. Maður vissi nokkurn veginn hvernig lögmennirnir myndu stilla þessu upp. Gat séð hvernig sóknin og vörnin yrðu annars vegar hjá Vilhjálmi og hins vegar lögmönnum ríkisins. En, svo komu spurningarnar, þær voru margar, óvenju margar segir mér fróðara fólk, þannig að það var áhugavert út af fyrir sig,“ segir Helga Vala. Ber að velja þann sem er hæfastur Helga Vala segir að það hafi hreinlega komið á sig við margar spurninganna. „Þar sem maður tekinn út úr búbblunni sinni. Og gerði sér betur grein fyrir því hvað dómarar eru að hugsa um þegar kemur að sjálfstæði dómsstóla. Við erum svolítið, já, ekkert að hugsa þetta mikið. Erum alltaf í þessari pælingu: Þetta gerist ekki á Íslandi. En, þarna er dómsstól, 17 manna dómur og mjög margir sem spurðu nokkurra spurninga. Með sumar þeirra skildi maður ekki alveg hvert voru að fara en aðrar voru opinberandi. Maður allt í einu varð pínu vandræðalegur.“ Hvernig þá?„Æji, bara, varðandi sjálfstæði dómsstóla. Það skiptir bara öllu máli. Réttur fólks til réttlátrar málsmeðferðar skiptir öllu máli. Það skein þarna í gegn. Varnir sem hafa verið settar fram í þessu máli eru ekkert sérstaklega sterkar, af okkar hálfu.“ Dómararnir voru 17 og spurðu lögmenn spjörunum úr. Þarna er að einhverju leyti verið að fjalla um hæfihugtakið sem er verulega sjúskað á Íslandi?„Já, það er það. En hér er ekki verið að tala um hæfishugtakið í rauninni, af því að það er óumdeilt að allt þetta fólk sem sótti um, þau eru öll hæf. En, þegar verið er að skipa dómara þá er skýrt kveðið á um að eingöngu megi velja þann sem er hæfastur. Ekki hæfur, heldur hæfastur. Og skýrt er kveðið á um að þegar velja á dómara eigi hæfisnefnd að skila lista, benda á þá sem eru hæfastir fyrir stjórnvöld til að velja. Þetta er lagabreyting sem er til komin að gefnu tilefni. Það má ekki velja þann sem ekki er álitinn hæfastur þó viðkomandi sé hæfur.“ Nýjar kríteríur ganga ekki nema gagnvart öllum Helga Vala segir að þetta atriði hafi verið gert skýrara í lögum og ef dómsmálaráðherra vill hrófla við listanum og setja inn einhverjar nýjar skilgreiningar, þá verði eitt yfir alla að ganga. Þar verði að ríkja samræmi, samhengi. „Ef hún vill setja inn eftir á eitthvað sem hún telur mikilvægast, eins og borið hefur á; dómarareynslu og kynjasjónarmið, þá er skýrt að viðkomandi hefði þurft að taka upp allan listann og setja þessar nýju kríteríur upp og meta alla út frá þessum nýju skilgreiningum. Ekki bara suma. Það var spurt mikið út í þetta. Mikill fjöldi Íslendinga mættu til að fylgjast með málflutningnum. Ef það voru kynjasjónarmið sem réðu, hvernig getið þið svarað því að karl númer 30 var tekinn inn en ekki kona númer 22? Karl númer 7 hent út, 7. hæfasti karlinn? Þetta eru spurningar sem þarf að svara.“Og það tókst ekki, eða hvað?„Lögmennirnir voru flinkir. Það kom í hlut Tim Otty, hins breska staðgengils ríkislögmanns, fulltrúa í varnarliði ríkisins, að svara spurningunum. Hann er náttúrlega með ensku að sínu móðurmáli.“ Flokkapólitík má ekki ráða Niðurstöðu í málinu er vonandi að vænta á þessu ári sem er athyglisvert út af fyrir sig. Víst er að dómstóllinn metur málið mikilvægt. „Þá vakti einnig athygli mína að töluvert púður var sett í meðferð Alþingis á málinu. Ef yfirdeildin tekur þann snúning eru þeir með alla fimmtán dómarana undir. Það er ekkert grín.“ En, varðandi stöðu ráðherra, Sigríðar Á Andersen. Menn hafa bent á að ef hún geri ekkert annað en taka við tilskipunum frá hæfisnefnd, í raun afgreiði bara málið án nokkurrar aðkomu, þá sé það sérkennilegt ef litið er til ábyrgðar sem hún ber? „Er þetta eitthvað öðruvísi, á þetta að vega þyngra þegar kemur að skipan dómara en bara með ráðningu í önnur störf? Ég hefði haldið að afskipti hennar ættu að vera minni ef eitthvað er. Það er mjög mikilvægt að það sé hafið yfir allan vafa að flokkspólitísk sjónarmið ráði ekki för.“
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt. 6. desember 2019 18:45 Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt. 6. desember 2019 18:45
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03