Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 14:00 Viðbúnaði vegna Wuhan-kórónaveirunnar er lýst í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum. Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum.
Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15