Innlent

Land risið um fimm sentí­metra og á­fram­haldandi smá­skjálfta­virkni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun.
Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. Vísir/Vilhelm

Dagurinn hefur einkennst af smáskjálftavirkni í grennd við Grindavík en frá miðnætti hafa rúmlega fimmtíu sjálftar mælst á svæðinu, flestir undir tveimur að stærð. Frá 21. janúar hafa 1300 skjálftar mælst á svæðinu.

Frá þessu greinir vakthafandi jarðvísindamaður á Veðurstofunni.

Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun.

Samhliða landrisinu má búast við áframhaldandi skjálftavirkni.

Vakthafandi jarðvísindamaður segir að líklegasta skýring þessarar virkni sé kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Ólíklegt er talið að til eldgoss komi.

Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn á fimmtudag þar sem staðan verður metin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×