Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:15 Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki hér á landi. Vísir/Getty Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni. Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni.
Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30