Slagkraftur þorpsins bjargar öðru barni Eva Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:00 Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Eva Bjarnadóttir Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun