Innlent

Ráðning á nýjum for­stjóra Um­hverfis­stofnunar „á loka­metrunum“

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Linda Árnadóttir lét af störfum sem forstjóri Umhverfisstofnunar í október síðastliðinn.
Kristín Linda Árnadóttir lét af störfum sem forstjóri Umhverfisstofnunar í október síðastliðinn. vísir/vilhelm

Ráðning á nýjum forstjóra Umhverfisstofnunar er „á lokametrunum“ og má því gera ráð fyrir að tilkynnt verði um nýja forstjóra á næstu dögum.

Þetta segir Sigríður Halldórsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Staðan var auglýst laus til umsóknar 12. október síðastliðinn og voru nöfn umsækjenda birt á vef stjórnarráðsins þann 1. nóvember, fáeinum dögum eftir að umsóknarfrestur rann út.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk valnefnd störfum fyrir jól en hún mat hæfni og hæfi umsækjenda og skilaði greinargerð til ráðherra. Sigríður segist þó ekki kannast við að tafir hafi verið á ráðningu nýs forstjóra. Viðtöl við umsækjendur hafi staðið yfir að undanförnu.

Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Kristínu Lindu Árnadóttur sem var skipuð nýr aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í haust. Sigrún Ágústsdóttir hefur verið settur forstjóri stofnunarinnar frá því að Kristín Linda lét af störfum í október og var Sigrúnu þá falið að gegna stöðunni þar til að nýr forstjóri yrði ráðinn.

Sigrún hefur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og verið staðgengill forstjóra. Sigrún er í hópi umsækjenda.

Þeir sem sóttu um stöðuna eru:

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri

Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri

Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur

Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður

Kristján Geirsson, verkefnisstjóri

Kristján Sverrisson, forstjóri

Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur

Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri

Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri

Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×