Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 09:30 Losun frá orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu hefur meira en tvöfaldast á þrjátíu árum. Vísir/Vilhelm Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp. Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira
Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp.
Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira