Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 86-76 | Heimamenn höfðu betur eftir framlengingu Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 3. febrúar 2020 22:15 visir/bára Njarðvík tók á móti liði Vals í 17. umferð Domino's deildar karla. Valur var fyrir leikinn í fallsæti og Njarðvík í 6. sætinu. Njarðvík reyndist öflugra í kvöld en það þurfti framlengingu til að niðurstaða fengist í kvöld. 86-76 urðu lokatölur eftir framlengdan leik. Mario Matasovic var besti maður vallarins í kvöld en hann var með alls 39 framlagsstig. Staðan var jöfn 29-29 í hálfleik og eftir 40 mínútur var staðan 70-70 og þurfti því að framlengja. Njarðvík skoraði sextán stig í framlengingunni gegn sex stig gestanna og sigraði því í kvöld. Njarðvík skoraði fyrstu tíu stig framlengingarinnar og fór það langt með að tryggja sigurinn. Valur reyndi að koma til baka en ekki gekk það. Spennan var mikil í kvöld og var mesta forskotið í kvöld tíu stig. Munurinn var níu stig að loknum þriðja leikhluta en Valsmenn voru öflugir í lokafjórðungnum og komutil baka. Illugi Steingrímsson kom inn með mikinn kraft í fjarveru Austin Bracey og tók mikilvæg fráköst og skoraði dýrmæt stig. Finnur Atli Magnússon lék þá með Val en hann skipti yfir í Val úr KR á dögunum. Undir lok leiks var mikil spenna og jafnaði Illugi leikinn þegar skammt var eftir.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var einfaldlega öflugra þegar í framlenginguna var komið. Valur kom inn í hana með meðbyr en Njarðvík slökkti í gestunum með því að byrja á 10-0 spretti. Valur kom sér talsvert oftar á línuna og auðveldu stigin telja mikið þegar svona jafnt er á með liðunum. Chaz, Mario og Meciek skoruðu flestu stigin og kom mikið af stigum Maciek og Chaz þegar leið á leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Mario Matasovic var atvkæðamestur í kvöld en hann skoraði 24 stig, tók 21 frákast og var alls með 39 í heildarframlag. Chaz Williams skoraði næstmest eða 22 stig og næstur kom Naor Sharabani hjá gestunum með nítján stig. Naor byrjaði leikinn vel en það hallaði undan fæti hjá honum þegar leið á. Eins og áður var komið inn á þá lék Illugi Steingrímsson virkilega vel í 4. leikhluta og hjálpaði sínu liði að komast í framlengingu. Því miður fyrir Val skilaði það ekki sigri í kvöld.Hvað gekk illa? Liðin voru jöfn og það má kannski segja að það sem helst stingi í augun sé lágt stigaskor til að byrja með. Það rættist þó úr því og þá kemur að þriggja stiga nýtingunni sem var ekki upp á marga fiska, 14 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið í 63 tilraunum liðanna. Annars var frekar jafnt á með liðunum í kvöld og erfitt að benda á eitthvað sérstakt sem gekk illa.Hvað gerist næst? Valur mætir toppliði Stjörnunnar á föstudag á heimavelli. Njarðvík sækir Akureyrar Þórsara heim sama kvöld.Finnur Atli: Erfitt að segja bless við KR Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Val eftir félagaskipti úr KR á dögunum. Hann sagðist vera þreyttur og svekktur eftir tapið í kvöld. Hann var spurður út í skiptin úr KR: „Valur hefur haft samband við mig inn á milli. Ég ákvað svo að skipta út af fjölskylduástæðum. Það er erfitt að æfa í sitt hvoru félaginu á sama tíma," sagði Finnur en honum fannst erfitt að segja bless við KR. „Til að byrja með var smá stress - ég henti upp einhverjum þrist sem braut spjaldið en svo kom þetta. Það er ekki ætlast til að ég skori fullt af stigum. Ég reyni að berjast og miðla einhverri reynslu," sagði Finnur að lokum.Ágúst Björgvinsson: Byrjun framlenginarinnar fór með leikinn „Það skipti miklu máli að Njarðvík skoraði fyrstu körfurnar í framlengingunni," sagði svekktur Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leik í kvöld. „Það létti svolítið á þeim. Augnablikið var með okkur en það vóg þungt þeirra byrjun í framlengingunni. Þá fengu þeir fullt af vítaskotum en við ekki." Ágúst var spurður út í Finn Atla: „Finnur kemur inn með reynslu og gæði. Hann hjálpar okkur með stærð sinni." Einar: Gleði með tvö stig í týpískum mánudagsleik „Það er gleði með tvö dýrmæt stig, fyrst og síðast", sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir 86-76 sigur Njarðvíkur á Val í framlengdum leik liðanna í kvöld. „Þetta var týpískur mánudagur. Það er oft talað um að það sé oft ryð í mánudagsæfingum og þetta var svoleiðis," sagði Einar aðspurður um lágt stigaskor í leiknum til að byrja með. Einar segir að sýnir menn hafi vitað af því að leikmenn Vals myndu leggja allt til sölunar í baráttu sinni um að halda sæti sínu í deildinni. Valur er með hörkulið að mati Einars og hann segir sitt lið eiga að gleðjast með að hafa landað sigri í kvöld. Einar kom inn á það að Njarðvík mætti Stjörnunni á föstudag og stutt sé á milli leikja. Þá gat Njarðvík ekki æft í gær vegna frágangs eftir Þorrablót. Hann segir þetta hafa verið hörkuundirbúning fyrir næsta leik sem er gegn Þór Akureyri. Einar var að lokum spurður út í Erik Katenda, sem var fjarverandi hjá Njarðvík í dag. „Við vissum að hann væri að stíga upp úr flensu þegar samið var við hann. Ég veit ekki hvort hann spili á föstudaginn. Hann verður allavega í fullum gír þegar við komum aftur eftir landsleikjahlé," sagði Einar að lokum. Dominos-deild karla
Njarðvík tók á móti liði Vals í 17. umferð Domino's deildar karla. Valur var fyrir leikinn í fallsæti og Njarðvík í 6. sætinu. Njarðvík reyndist öflugra í kvöld en það þurfti framlengingu til að niðurstaða fengist í kvöld. 86-76 urðu lokatölur eftir framlengdan leik. Mario Matasovic var besti maður vallarins í kvöld en hann var með alls 39 framlagsstig. Staðan var jöfn 29-29 í hálfleik og eftir 40 mínútur var staðan 70-70 og þurfti því að framlengja. Njarðvík skoraði sextán stig í framlengingunni gegn sex stig gestanna og sigraði því í kvöld. Njarðvík skoraði fyrstu tíu stig framlengingarinnar og fór það langt með að tryggja sigurinn. Valur reyndi að koma til baka en ekki gekk það. Spennan var mikil í kvöld og var mesta forskotið í kvöld tíu stig. Munurinn var níu stig að loknum þriðja leikhluta en Valsmenn voru öflugir í lokafjórðungnum og komutil baka. Illugi Steingrímsson kom inn með mikinn kraft í fjarveru Austin Bracey og tók mikilvæg fráköst og skoraði dýrmæt stig. Finnur Atli Magnússon lék þá með Val en hann skipti yfir í Val úr KR á dögunum. Undir lok leiks var mikil spenna og jafnaði Illugi leikinn þegar skammt var eftir.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var einfaldlega öflugra þegar í framlenginguna var komið. Valur kom inn í hana með meðbyr en Njarðvík slökkti í gestunum með því að byrja á 10-0 spretti. Valur kom sér talsvert oftar á línuna og auðveldu stigin telja mikið þegar svona jafnt er á með liðunum. Chaz, Mario og Meciek skoruðu flestu stigin og kom mikið af stigum Maciek og Chaz þegar leið á leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Mario Matasovic var atvkæðamestur í kvöld en hann skoraði 24 stig, tók 21 frákast og var alls með 39 í heildarframlag. Chaz Williams skoraði næstmest eða 22 stig og næstur kom Naor Sharabani hjá gestunum með nítján stig. Naor byrjaði leikinn vel en það hallaði undan fæti hjá honum þegar leið á. Eins og áður var komið inn á þá lék Illugi Steingrímsson virkilega vel í 4. leikhluta og hjálpaði sínu liði að komast í framlengingu. Því miður fyrir Val skilaði það ekki sigri í kvöld.Hvað gekk illa? Liðin voru jöfn og það má kannski segja að það sem helst stingi í augun sé lágt stigaskor til að byrja með. Það rættist þó úr því og þá kemur að þriggja stiga nýtingunni sem var ekki upp á marga fiska, 14 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið í 63 tilraunum liðanna. Annars var frekar jafnt á með liðunum í kvöld og erfitt að benda á eitthvað sérstakt sem gekk illa.Hvað gerist næst? Valur mætir toppliði Stjörnunnar á föstudag á heimavelli. Njarðvík sækir Akureyrar Þórsara heim sama kvöld.Finnur Atli: Erfitt að segja bless við KR Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Val eftir félagaskipti úr KR á dögunum. Hann sagðist vera þreyttur og svekktur eftir tapið í kvöld. Hann var spurður út í skiptin úr KR: „Valur hefur haft samband við mig inn á milli. Ég ákvað svo að skipta út af fjölskylduástæðum. Það er erfitt að æfa í sitt hvoru félaginu á sama tíma," sagði Finnur en honum fannst erfitt að segja bless við KR. „Til að byrja með var smá stress - ég henti upp einhverjum þrist sem braut spjaldið en svo kom þetta. Það er ekki ætlast til að ég skori fullt af stigum. Ég reyni að berjast og miðla einhverri reynslu," sagði Finnur að lokum.Ágúst Björgvinsson: Byrjun framlenginarinnar fór með leikinn „Það skipti miklu máli að Njarðvík skoraði fyrstu körfurnar í framlengingunni," sagði svekktur Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leik í kvöld. „Það létti svolítið á þeim. Augnablikið var með okkur en það vóg þungt þeirra byrjun í framlengingunni. Þá fengu þeir fullt af vítaskotum en við ekki." Ágúst var spurður út í Finn Atla: „Finnur kemur inn með reynslu og gæði. Hann hjálpar okkur með stærð sinni." Einar: Gleði með tvö stig í týpískum mánudagsleik „Það er gleði með tvö dýrmæt stig, fyrst og síðast", sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir 86-76 sigur Njarðvíkur á Val í framlengdum leik liðanna í kvöld. „Þetta var týpískur mánudagur. Það er oft talað um að það sé oft ryð í mánudagsæfingum og þetta var svoleiðis," sagði Einar aðspurður um lágt stigaskor í leiknum til að byrja með. Einar segir að sýnir menn hafi vitað af því að leikmenn Vals myndu leggja allt til sölunar í baráttu sinni um að halda sæti sínu í deildinni. Valur er með hörkulið að mati Einars og hann segir sitt lið eiga að gleðjast með að hafa landað sigri í kvöld. Einar kom inn á það að Njarðvík mætti Stjörnunni á föstudag og stutt sé á milli leikja. Þá gat Njarðvík ekki æft í gær vegna frágangs eftir Þorrablót. Hann segir þetta hafa verið hörkuundirbúning fyrir næsta leik sem er gegn Þór Akureyri. Einar var að lokum spurður út í Erik Katenda, sem var fjarverandi hjá Njarðvík í dag. „Við vissum að hann væri að stíga upp úr flensu þegar samið var við hann. Ég veit ekki hvort hann spili á föstudaginn. Hann verður allavega í fullum gír þegar við komum aftur eftir landsleikjahlé," sagði Einar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum