Söngkonan Demi Lovato söng þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leikinn mikilvæga um Ofurskálina í Miami í nótt.
Flutningur hennar hefur vakið gríðarlega mikla athygli og segja sérfræðingar vestanhafs að fáir hafi flutt söngin eins vel og Lovato.
Demi Lovato kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir viku og það í fyrsta sinn eftir að hún var lögð inn á spítala vegna ofneyslu fíkniefna þann 24. júlí árið 2018.
Í kjölfarið var Lovato lengi á spítala og fór síðan í langa og stranga meðferð.
Á einni viku hefur Lovato slegið í gegn á tveimur viðburðum en hér að neðan má sjá flutning hennar á þjóðsöngi Bandaríkjann.