Bönnum börnum okkar að ganga Björn Teitsson skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Í Reykjavík og nágrenni eru bílferðir um 75% allra ferða. Það er augljóslega allt of mikið, og mun hærra hlutfall en annars staðar þekkist, hvort sem við miðum við Norðurlönd eða Evrópu. Þetta á við um staði í Evrópu sem eru fjölmennari, fámennari. Sem eru staðsettir í mildara loftslagi, en einnig þar sem loftslag er enn erfiðara, kaldara og miskunnarlausara. Staðan er óásættanleg, hvernig sem á það er litið. Hér eru nokkrar staðreyndir. Um helmingur allra bílferða er um 2 km ferðir eða styttri. Það er svipuð vegalengd og að labba frá Hlemmi niður að höfn, eða frá Hlemmi Mathöll til Granda Mathallar. Það er vegalengd sem hægt er að labba á 20-25 mínútum fyrir heilbrigða manneskju á venjulegum til hóflegum hraða. Það er vegalengd sem hægt er að hjóla á 5-10 mínútum. Árið 2017 voru 87.432 skráð lögbrot á Íslandi. Þar af: 69.874 umferðarlagabrot. Þetta þýðir að umferðarlagabrot eru 79,92% allra skráðra brota. En það er ekki allt. Rannsóknir sýna að um 70 prósent ökumanna á venjulegum degi brjóta umferðarlög á einn eða annan hátt, án þess að lögreglan hafi af því vitneskju eða afskipti. Þá erum við að tala um brot eins og að tala í síma á meðan akstri stendur, eða jafnvel senda textaskilaboð á meðan akstri stendur. Brot sem eru óþolandi algeng eru svo ökumenn sem skilja bílana sína eftir upp á gangstétt, þannig að gangandi eða hjólandi komast hreinlega ekki leiðar sinnar án þess að setja líf sitt í hættu. Þarna eru brot eins og hraðakstur (sem flest fólk stundar á hverjum degi), sleppa stöðvunarskyldu, svo ekki sé rætt um ölvunar-eða fíkniefnaakstur. Öll þessi brot setja fólk í lífshættu á hverjum einasta degi. Miðað við að aðeins 30% umferðarlagabrota fá raunveruleg afskipti lögreglu, þýðir það að raunverulega eru brotin líklega um 230.000 á hverju ári. Spáið í hvað það myndi gera fyrir þjóðarbúið ef við fengjum að njóta allra þeirra fjármuna sem þær sektir gætu skilað? En nú, án þess að fara út í tölur um mannfall sem ökumenn bíla valda á hverju ári, eða þeirra líkamlegu áverka sem þeir skilja eftir sig, sem veldur oft varanlegum skaða, fötlun eða hlutfallslegri örorku fyrir lífstíð, ræðum þá aðeins meðvirkni okkar með þessu rugli, og sérstaklega meðvirkni stjórnvalda og lögreglu. Nýlega stóð ég í umræðum við foreldra sem eru búsettir í Vesturbæ Reykjavíkur, einu þéttbyggðasta hverfi höfuðborgarsvæðisins, með eitt besta hlutfall fólks sem notar umhverfisvæna ferðamáta, altso, aðra ferðamáta en einkabílinn. Umræðurnar snerust um, í stuttu máli, hvort það væri ekki furðulegt að vantreysta stálpuðum börnum til að ganga í tómstundir eða á íþróttaæfingar. Nú er ég nokkuð viss um að sú kynslóð sem nú stýrir samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðinni, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum, kannist vel við - rétt eins og ég - að labba, hjóli, eða taki almenningssamgöngur í tómstundir og á íþróttaæfingar. Það gerði ég til dæmis frá 7 ára aldri seint á 9. áratug síðustu aldar, allt fram til loka 10. áratugar sömu aldar. Þetta kannast flestöll við sem eru á mínum aldri eða eldri. Nýlega heyrði ég sjónarmið foreldra sem treysta sér hreinlega ekki til að leyfa börnum sínum að labba á æfingar eða í tómstundir, því umferðarlög eru stöðugt brotin, ökumenn aka of hratt, þeir fara yfir á rauðu ljósi og horfa ekki í kringum sig, jafnvel að senda textaskilaboð þegar þeir ættu að vera að hemla á gönguljósi fyrir börnum. Ef þetta er sú raunverulega staða sem upp er komin, sem ég efast reyndar ekki um, þá verðum við að staldra við. Það þýðir að kerfið okkar er bilað, það þýðir að við þurfum að gera breytingar og laga það. Annað hvort eru umferðarlög til að þeim sé hlýtt og framfylgt, eða ekki. Hugsið ykkur, fólk er beinlínis nauðbeygt til að stunda óþarfa akstur, ferðir sem eru innan við 1-2 km að lengd, því lögum er ekki framfylgt. Getið þið ímyndað ykkur vistsporið og stressið sem sparast ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Heilsuna, ferðasjálfstæði og umhverfisgreind barna sem verður til, ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Því það er það sem þetta er, þetta er algert rugl. Ég skora á samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðina, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög, til að gera betur. Ekki aðeins í Vesturbæ heldur um allt höfuðborgarsvæðið og allt land. Það er lágmarksréttur barna að mega labba á æfingu án þess að eiga á hættu að verða ekið niður af bíl á leið sinni. Það er lágmarksréttur foreldra að neyðast ekki til að skutla börnum á bíl vegalengdir sem þau geta hæglega gengið. Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus Universität-Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og nágrenni eru bílferðir um 75% allra ferða. Það er augljóslega allt of mikið, og mun hærra hlutfall en annars staðar þekkist, hvort sem við miðum við Norðurlönd eða Evrópu. Þetta á við um staði í Evrópu sem eru fjölmennari, fámennari. Sem eru staðsettir í mildara loftslagi, en einnig þar sem loftslag er enn erfiðara, kaldara og miskunnarlausara. Staðan er óásættanleg, hvernig sem á það er litið. Hér eru nokkrar staðreyndir. Um helmingur allra bílferða er um 2 km ferðir eða styttri. Það er svipuð vegalengd og að labba frá Hlemmi niður að höfn, eða frá Hlemmi Mathöll til Granda Mathallar. Það er vegalengd sem hægt er að labba á 20-25 mínútum fyrir heilbrigða manneskju á venjulegum til hóflegum hraða. Það er vegalengd sem hægt er að hjóla á 5-10 mínútum. Árið 2017 voru 87.432 skráð lögbrot á Íslandi. Þar af: 69.874 umferðarlagabrot. Þetta þýðir að umferðarlagabrot eru 79,92% allra skráðra brota. En það er ekki allt. Rannsóknir sýna að um 70 prósent ökumanna á venjulegum degi brjóta umferðarlög á einn eða annan hátt, án þess að lögreglan hafi af því vitneskju eða afskipti. Þá erum við að tala um brot eins og að tala í síma á meðan akstri stendur, eða jafnvel senda textaskilaboð á meðan akstri stendur. Brot sem eru óþolandi algeng eru svo ökumenn sem skilja bílana sína eftir upp á gangstétt, þannig að gangandi eða hjólandi komast hreinlega ekki leiðar sinnar án þess að setja líf sitt í hættu. Þarna eru brot eins og hraðakstur (sem flest fólk stundar á hverjum degi), sleppa stöðvunarskyldu, svo ekki sé rætt um ölvunar-eða fíkniefnaakstur. Öll þessi brot setja fólk í lífshættu á hverjum einasta degi. Miðað við að aðeins 30% umferðarlagabrota fá raunveruleg afskipti lögreglu, þýðir það að raunverulega eru brotin líklega um 230.000 á hverju ári. Spáið í hvað það myndi gera fyrir þjóðarbúið ef við fengjum að njóta allra þeirra fjármuna sem þær sektir gætu skilað? En nú, án þess að fara út í tölur um mannfall sem ökumenn bíla valda á hverju ári, eða þeirra líkamlegu áverka sem þeir skilja eftir sig, sem veldur oft varanlegum skaða, fötlun eða hlutfallslegri örorku fyrir lífstíð, ræðum þá aðeins meðvirkni okkar með þessu rugli, og sérstaklega meðvirkni stjórnvalda og lögreglu. Nýlega stóð ég í umræðum við foreldra sem eru búsettir í Vesturbæ Reykjavíkur, einu þéttbyggðasta hverfi höfuðborgarsvæðisins, með eitt besta hlutfall fólks sem notar umhverfisvæna ferðamáta, altso, aðra ferðamáta en einkabílinn. Umræðurnar snerust um, í stuttu máli, hvort það væri ekki furðulegt að vantreysta stálpuðum börnum til að ganga í tómstundir eða á íþróttaæfingar. Nú er ég nokkuð viss um að sú kynslóð sem nú stýrir samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðinni, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum, kannist vel við - rétt eins og ég - að labba, hjóli, eða taki almenningssamgöngur í tómstundir og á íþróttaæfingar. Það gerði ég til dæmis frá 7 ára aldri seint á 9. áratug síðustu aldar, allt fram til loka 10. áratugar sömu aldar. Þetta kannast flestöll við sem eru á mínum aldri eða eldri. Nýlega heyrði ég sjónarmið foreldra sem treysta sér hreinlega ekki til að leyfa börnum sínum að labba á æfingar eða í tómstundir, því umferðarlög eru stöðugt brotin, ökumenn aka of hratt, þeir fara yfir á rauðu ljósi og horfa ekki í kringum sig, jafnvel að senda textaskilaboð þegar þeir ættu að vera að hemla á gönguljósi fyrir börnum. Ef þetta er sú raunverulega staða sem upp er komin, sem ég efast reyndar ekki um, þá verðum við að staldra við. Það þýðir að kerfið okkar er bilað, það þýðir að við þurfum að gera breytingar og laga það. Annað hvort eru umferðarlög til að þeim sé hlýtt og framfylgt, eða ekki. Hugsið ykkur, fólk er beinlínis nauðbeygt til að stunda óþarfa akstur, ferðir sem eru innan við 1-2 km að lengd, því lögum er ekki framfylgt. Getið þið ímyndað ykkur vistsporið og stressið sem sparast ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Heilsuna, ferðasjálfstæði og umhverfisgreind barna sem verður til, ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Því það er það sem þetta er, þetta er algert rugl. Ég skora á samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðina, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög, til að gera betur. Ekki aðeins í Vesturbæ heldur um allt höfuðborgarsvæðið og allt land. Það er lágmarksréttur barna að mega labba á æfingu án þess að eiga á hættu að verða ekið niður af bíl á leið sinni. Það er lágmarksréttur foreldra að neyðast ekki til að skutla börnum á bíl vegalengdir sem þau geta hæglega gengið. Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus Universität-Weimar í Þýskalandi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun