Æfðu viðbrögð við snjóflóðum í Bláfjöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:30 Frá æfingu björgunarsveita í Bláfjöllum í dag. Vísir/Frikki Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir. Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir.
Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira