Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi. Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi.
Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent