Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eiður Þór Árnason skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við íbúa Grindavíkur sem mörgum var brugðið eftir stóra skjálfta í gærkvöldi og mikla hrinu skjálfta í nótt. Íbúar taka skjálftunum þó flestir af æðruleysi þótt sumir hafi kosið að yfirgefa bæinn um helgina.

Sóttvarnarlæknir segir að líklegt sé að Wuhan-veiran komi að lokum til Íslands. Það sé þó ástæðulaust að örvænta, flestir muni jafna sig á nokkrum dögum en nú er hægt að greina hvort fólk er með veiruna hér á landi.

Þá segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda það ekki þingmanni Sjálfstæðisflokksins til sóma að bera blómainnflytjendur þungum sökum um misnotkun og smygl. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×