Þyrlan mátti ekki fara á loft í þoku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 10:24 Kobe og Gianna Bryant á leik með Lakers á síðasta ári. Vísir/Getty Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020 Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020
Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00
Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30
Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30