Segir tap Liverpool í gær sýna og sanna að spænska deildin sé betri en sú enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:00 Saul Niguez skorar eina mark leiksins og tryggir Atletico Madrid sigurinn. Getty/Michael Regan Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira