Segir tap Liverpool í gær sýna og sanna að spænska deildin sé betri en sú enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:00 Saul Niguez skorar eina mark leiksins og tryggir Atletico Madrid sigurinn. Getty/Michael Regan Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira