Opna fyrstu sérverslun sína í sögufrægu húsi í Hafnarstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2020 11:55 Bioeffect kemur í stað Rammagerðarinnar í Hafnarstræti. ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns. Neytendur Reykjavík Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns.
Neytendur Reykjavík Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira