Allir þrír í framlínu Dortmund eru fæddir í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 14:30 Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna fagna marki Håland á móti PSG í Meistaradeildinni í gær ásamt félögum sínum í Dortmund liðinu. Getty/Jörg Schüler/ Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira