Vinnustaðapartí: Upplifun makans skiptir máli Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 11:00 Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent segir margt hafa breyst síðustu tuttugu árin þegar kemur að vinnustaðapartíum. Betur sé hugað að því en áður hvar, hvenær og hvernig er staðið að viðburðum. Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent segir vinnustaðapartí góð fyrir hópefli og liðsheild að því tilskildu að viðburðirnir fari vel fram og skilji gott eftir sig. Hann mælir með því að viðburðir fari fram á vinnutíma og segir mikilvægt að upplifun makans sé ekki sú að vinnan sé að taka tíma fjölskyldunnar. Sigurjón segir margt hafa breyst síðastliðin tuttugu ár. „Mikið er spáð í afþreyinguna, staðsetningu, tímasetningar og veitingar. Ekki er algilt að boðið sé upp á áfengi en þó að það sé gert er það gjarnan í hófi,“ segir Sigurjón. Um makalaus vinnustaðapartí sem hópefli segir Sigurjón „Vinnustaðapartí og viðburðir eru það sem hægt er kalla sameiginlega upplifun sem eitt af því sem getur styrkt strengi milli einstaklinga og er jákvætt í eðli sínu. Til að svo megi verði þarf viðburðurinn að skilja eftir sig jákvæðni í huga þeirra sem þar voru. Skemmtunin þarf að fara vel fram, samskipti hafi verið jákvæð og ánægjuleg, helst þannig að þau hafi verið meiri en alla jafna á vinnutíma auk þess að allir komist heilir heim.“ Í umfjöllun Atvinnulífs á Vísi í dag hefur komið fram að prívattími fjölskyldu og para á undir högg að sækja. Sigurjón segir mikilvægt að taka tillit til fjölskyldunnar þegar staðið er fyrir makalausum vinnustaðapartíum: „Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar.“ Sigurjón segir margt hafa breyst á síðastliðnum tuttugu árum sem hann hefur starfað í ráðgjöf. Margir vinnustaðir séu nú með skýrari markmið um það hver tilgangurinn með vinnustaðapartíum er. „Við höfum mikið lært á þessum tíma. Oft þótti nóg að splæsa í bjór og snakk og láta stemminguna mynda straum sem bar fólk eitthvað. Slíkt getur farið úrskeiðis sérstaklega ef ógætilega er farið,“ segir Sigurjón og bætir við ,,Nú er mikið algengara að lagt er upp með spurninguna, „Hvað ætlum við að fá út úr viðburðinum? ekki fjárhagslega, heldur ætlum við auka samskipti, læra eitthvað eða eiga góða stund saman.“ Í dag er ekki litið svo á að það sé bara hægt að slá saman í snakk og bjór ef ætlunin er að standa fyrir viðburði sem á að hrista saman hópinn. „Mikið er spáð í afþreyinguna, staðsetningu, tímasetningar og veitingar. Ekki er algilt að boðið sé upp á áfengi en þó að það sé gert er það gjarnan í hófi. Margir vinnustaðir eru virkilega að vanda sig og vilja að upplifun allra verði góð með öryggið að leiðarljósi,“ segir Sigurjón. Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar. Sigurjón segir vinnufélaga oft passa vel upp á hvort annað þegar hann er spurður um þær aðstæður sem víða skapast í vinnustaðapartíum þar sem einhver einn aðili verður of fullur.Vísir/Getty Umhyggja er lykilorð hérna stjórnendur og þá gjarnan mannauðsstjórar eru að vinna ótrúlega gott starf sem er oft ekki sýnilegt. Leysa úr aðstæðum og flækjum sem koma upp. Ofneysla á áfengi er sannarleg eitt af því Fulli karlinn og fulla kerlingin Það kannast margir vinnustaðir við þetta: Einhver einn í samstarfshópnum á það til að drekka of mikið í hvert sinn sem staðið er fyrir vinnustaðapartíum. Skiptir þá engu máli hvort makar eru með eða ekki. Við spyrjum Sigurjón um það hvort honum finnist eitthvað hafa breyst í þessu og hvernig hægt sé að takast á við þessar aðstæður sem svo margir kannast við. ,,Umhyggja er lykilorð hérna stjórnendur og þá gjarnan mannauðsstjórar eru að vinna ótrúlega gott starf sem er oft ekki sýnilegt. Leysa úr aðstæðum og flækjum sem koma upp. Ofneysla á áfengi er sannarleg eitt af því, bæði eru dæmi um að fjarlægja viðkomandi út úr aðstæðunum, senda heim í leigubíl, svo er slíkt hegðun líka rýnd og tekin fyrir eftir samkomuna rædd við viðkomandi og farið í aðgerðir sem geta verið afsökunarbeiðnir, áminningar, meðferðir og allt þar á milli. Vinnufélagar passa oft vel upp á hvort annað, hjálpa og aðstoða, engin vill að einhver valdi öðrum leiðindum eða skaða þar með talið sjálfum sér,“ segir Sigurjón. En lumar þú á einhverjum ráðum í lokin fyrir stjórnendur og fyrirtæki að huga að? ,,Þegar þið haldið félagslega viðburði skoðið vel hvað þið viljið að sitji eftir. Leggið ykkur fram um að gera þetta vel, af umhyggju og góðum tilgangi. Setjið saman stund þar sem allir skemmta sér, fara ánægð heim og vakna með góðar minningar.“ Fjallað er um vinnustaða partí í Atvinnulífi á Vísi í dag. Tengdar fréttir Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent segir vinnustaðapartí góð fyrir hópefli og liðsheild að því tilskildu að viðburðirnir fari vel fram og skilji gott eftir sig. Hann mælir með því að viðburðir fari fram á vinnutíma og segir mikilvægt að upplifun makans sé ekki sú að vinnan sé að taka tíma fjölskyldunnar. Sigurjón segir margt hafa breyst síðastliðin tuttugu ár. „Mikið er spáð í afþreyinguna, staðsetningu, tímasetningar og veitingar. Ekki er algilt að boðið sé upp á áfengi en þó að það sé gert er það gjarnan í hófi,“ segir Sigurjón. Um makalaus vinnustaðapartí sem hópefli segir Sigurjón „Vinnustaðapartí og viðburðir eru það sem hægt er kalla sameiginlega upplifun sem eitt af því sem getur styrkt strengi milli einstaklinga og er jákvætt í eðli sínu. Til að svo megi verði þarf viðburðurinn að skilja eftir sig jákvæðni í huga þeirra sem þar voru. Skemmtunin þarf að fara vel fram, samskipti hafi verið jákvæð og ánægjuleg, helst þannig að þau hafi verið meiri en alla jafna á vinnutíma auk þess að allir komist heilir heim.“ Í umfjöllun Atvinnulífs á Vísi í dag hefur komið fram að prívattími fjölskyldu og para á undir högg að sækja. Sigurjón segir mikilvægt að taka tillit til fjölskyldunnar þegar staðið er fyrir makalausum vinnustaðapartíum: „Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar.“ Sigurjón segir margt hafa breyst á síðastliðnum tuttugu árum sem hann hefur starfað í ráðgjöf. Margir vinnustaðir séu nú með skýrari markmið um það hver tilgangurinn með vinnustaðapartíum er. „Við höfum mikið lært á þessum tíma. Oft þótti nóg að splæsa í bjór og snakk og láta stemminguna mynda straum sem bar fólk eitthvað. Slíkt getur farið úrskeiðis sérstaklega ef ógætilega er farið,“ segir Sigurjón og bætir við ,,Nú er mikið algengara að lagt er upp með spurninguna, „Hvað ætlum við að fá út úr viðburðinum? ekki fjárhagslega, heldur ætlum við auka samskipti, læra eitthvað eða eiga góða stund saman.“ Í dag er ekki litið svo á að það sé bara hægt að slá saman í snakk og bjór ef ætlunin er að standa fyrir viðburði sem á að hrista saman hópinn. „Mikið er spáð í afþreyinguna, staðsetningu, tímasetningar og veitingar. Ekki er algilt að boðið sé upp á áfengi en þó að það sé gert er það gjarnan í hófi. Margir vinnustaðir eru virkilega að vanda sig og vilja að upplifun allra verði góð með öryggið að leiðarljósi,“ segir Sigurjón. Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar. Sigurjón segir vinnufélaga oft passa vel upp á hvort annað þegar hann er spurður um þær aðstæður sem víða skapast í vinnustaðapartíum þar sem einhver einn aðili verður of fullur.Vísir/Getty Umhyggja er lykilorð hérna stjórnendur og þá gjarnan mannauðsstjórar eru að vinna ótrúlega gott starf sem er oft ekki sýnilegt. Leysa úr aðstæðum og flækjum sem koma upp. Ofneysla á áfengi er sannarleg eitt af því Fulli karlinn og fulla kerlingin Það kannast margir vinnustaðir við þetta: Einhver einn í samstarfshópnum á það til að drekka of mikið í hvert sinn sem staðið er fyrir vinnustaðapartíum. Skiptir þá engu máli hvort makar eru með eða ekki. Við spyrjum Sigurjón um það hvort honum finnist eitthvað hafa breyst í þessu og hvernig hægt sé að takast á við þessar aðstæður sem svo margir kannast við. ,,Umhyggja er lykilorð hérna stjórnendur og þá gjarnan mannauðsstjórar eru að vinna ótrúlega gott starf sem er oft ekki sýnilegt. Leysa úr aðstæðum og flækjum sem koma upp. Ofneysla á áfengi er sannarleg eitt af því, bæði eru dæmi um að fjarlægja viðkomandi út úr aðstæðunum, senda heim í leigubíl, svo er slíkt hegðun líka rýnd og tekin fyrir eftir samkomuna rædd við viðkomandi og farið í aðgerðir sem geta verið afsökunarbeiðnir, áminningar, meðferðir og allt þar á milli. Vinnufélagar passa oft vel upp á hvort annað, hjálpa og aðstoða, engin vill að einhver valdi öðrum leiðindum eða skaða þar með talið sjálfum sér,“ segir Sigurjón. En lumar þú á einhverjum ráðum í lokin fyrir stjórnendur og fyrirtæki að huga að? ,,Þegar þið haldið félagslega viðburði skoðið vel hvað þið viljið að sitji eftir. Leggið ykkur fram um að gera þetta vel, af umhyggju og góðum tilgangi. Setjið saman stund þar sem allir skemmta sér, fara ánægð heim og vakna með góðar minningar.“ Fjallað er um vinnustaða partí í Atvinnulífi á Vísi í dag.
Tengdar fréttir Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00
Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00