„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 12:42 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira