Akureyri – Höfuðborg landsbyggðar? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun