Prófsteinn á hvernig utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2020 07:56 Úr fundarsal mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. EPA Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í nýútkominni skýrslu ráðuneytisins sem unnin var eftir að kjörtímabili Íslands í mannréttindaráðinu lauk um áramótin. Í aðfararorðum skýrslunnar segir Guðlaugur Þór að ef marka megi umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla megi segja að Íslendingar hafi staðist þá prófraun. Hann segir ennfremur að markmiðin sem lagt hafi verið upp með í við fulla aðild Íslands að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafi náðst í öllum aðalatriðum. Í skýrslunni er farið yfir aðdraganda kjörs Íslands í mannréttindaráðið sem bar að með skömmum fyrirvara eftir að Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu. Sömuleiðis er farið yfir hvernig undirbúningi var háttað og hvaða mál hafi verið efst á baugi meðan á setu Íslands í ráðinu stóð. Guðlaugur Þór segir að einhugur hafi ríkt um að íslensk stjórnvöld hafi ætlað sér að hafa jákvæð áhrif á líf fólks í þeim ríkjum sem staða mannréttinda er bág. „Áður en Ísland kom til skjalanna höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu sloppið að mestu við gagnrýni í ráðinu og ákall eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna á ástandinu á Filippseyjum var hávært. Við þessu varð að bregðast og Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á Sádi-Arabíu í mars 2019 og í júlí 2019 samþykkti mannréttindaráðið að frumkvæði Íslands að óska eftir skýrslu um Filippseyjar frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í nýútkominni skýrslu ráðuneytisins sem unnin var eftir að kjörtímabili Íslands í mannréttindaráðinu lauk um áramótin. Í aðfararorðum skýrslunnar segir Guðlaugur Þór að ef marka megi umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla megi segja að Íslendingar hafi staðist þá prófraun. Hann segir ennfremur að markmiðin sem lagt hafi verið upp með í við fulla aðild Íslands að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafi náðst í öllum aðalatriðum. Í skýrslunni er farið yfir aðdraganda kjörs Íslands í mannréttindaráðið sem bar að með skömmum fyrirvara eftir að Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu. Sömuleiðis er farið yfir hvernig undirbúningi var háttað og hvaða mál hafi verið efst á baugi meðan á setu Íslands í ráðinu stóð. Guðlaugur Þór segir að einhugur hafi ríkt um að íslensk stjórnvöld hafi ætlað sér að hafa jákvæð áhrif á líf fólks í þeim ríkjum sem staða mannréttinda er bág. „Áður en Ísland kom til skjalanna höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu sloppið að mestu við gagnrýni í ráðinu og ákall eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna á ástandinu á Filippseyjum var hávært. Við þessu varð að bregðast og Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á Sádi-Arabíu í mars 2019 og í júlí 2019 samþykkti mannréttindaráðið að frumkvæði Íslands að óska eftir skýrslu um Filippseyjar frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira