Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 11:07 Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. RARIK Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til. Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til.
Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12