„Eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 22:15 Hnullungar svo langt sem augað eygir á vellinum í dag. Helgi Dan Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan
Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira