Fastur á sex stjörnu lúxusskemmtiferðaskipi vegna veirunnar Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2020 15:00 Magnús flæktist úr einni höfn í aðra en fékk hvergi að fara í land. Hann var orðinn vel pirraður en það verður að segjast að það má ímynda sér verri staði til að festast á en sex stjörnu skemmtiferðaskip. Magnús Gylfason knattspyrnuþjálfari með meiru kom heim til Íslands ásamt eiginkonu sinni við illan leik. Rétt slapp fyrir horn vegna óveðursins en áður höfðu þau hjón og fleiri verið föst á skemmtiferðaskipi sem hvergi fékk að koma í land vegna ótta við að smit væri um borð. Til stóð að vera fimm nætur um borð en þær urðu 10. Rætt var við Magnús í Bítinu í morgun þar sem hann sagði sögu sína og af ævintýrum um borð í skemmtiferðaskipinu Crystal Symphony. Úr einni höfn í aðra „Í grófum dráttum var þetta þannig að við fórum í lúxussiglingu, því bróðir minn var sextugur og flugum alla leið til Guam í Kyrrahafinu og ætluðu að vera þar um borð í sex daga, fimm nætur, á lúxusskipi og fara í land í Manilla. En út af þessari Corona-veiru þá var Filippseyjar og Manilla búið að loka höfninni fyrir skemmtiferðaskip.“ Magnús segir það hafa verið vegna þess að upp komu smit í einhverjum skipum og yfirvöld í Manilla vildu ekki sjá að fá neina slíka í land. Magnús er einkum þekktur fyrir feril sinn sem knattspyrnuþjálfari, hér ásamt fyrirliðanum á opinni æfingu landsliðsins í Gelendzik á HM í Rússlandi 2018.visir/vilhelm „Þá voru góð ráð dýr. Skipafélagið ákvað að sigla skipinu til Vietnam. En, á leiðinni þangað, þegar búið var að sigla í um sólarhring, þá kom upp sama staða þar. Þeir vildu ekki fá skip að landi, eða ekki okkar skip, veit ekki hvort það var lokað á öll skip, því það höfðu einhverjir komið um borð í skipið okkar farþegar sem höfðu farið í gegnum Hong Kong í Kína. Og það var nóg til að Víetnam vildi ekki hleypa okkur í land.“ Var þá stefnan sett á Singapore. Magnús kominn heim, í fiskvinnslu sína í Hafnarfirði. Honum var hætt að lítast á blikuna.visir/sigurjón „Það var bara fjögurra daga sigling. Og var auðvitað mikil óvissa um það allan tímann hvort við fengjum að fara í land þar. Því það voru fréttir um það í öllum fjölmiðlum að það væri komið upp þó nokkuð smit þar.“ Mældur tvisvar á dag og athugaður En, það varð þó úr að farþegar fengu að fara í land þar. „Það var gríðarlega mikið eftirlit í skipinu. Við þurftum að hitamæla okkur tvisvar á dag; mæta og stimpla sig inn með kortinu sínu. Fara í hitamælingu fyrir hádegi og eftir hádegi alla daga eftir að þetta kom upp. Það reyndist sem betur fer ekkert smit í okkar skipi. Aldrei nein vandamál. En það var þó þetta að það þurfti að margbóka flug þvers og kruss og óþægilegt meðan óvissan var en lúxusinn var mikill í skipinu og það reddaði þessu.“ Farþegar máttu ekki fara frá borði.Vísir/AP Magnús játar því að ánægjulegt hafi verið að fá fast land undir fætur. Því hafi vissulega fylgt ónotatilfinning að hrökklast úr einni höfn í aðra og frétta af smiti. „En það væsti ekki um okkur. Var ekkert smit um borð og þá var byrjað að ræða hvort sigla ætti til Ástralíu. Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Fréttirnar voru þannig að Asía væri að lokast og manni leið ekkert vel með það.“ Stanslaus skemmtiatriði og maturinn frábær Spurður segir Magnús það ekki hafa verið svo að fólk um borð hafi verið með grímur af ótta við smit. Crystal Synphony er enginn skítadallur. Sex stjörnu lúxusskemmtiferðaskip og veitingar sem og skemmtiatriði sviku hvergi. „Nei, en samt. Ef einhver hóstaði þá fór um mannskapinn. Ég var að spila bridge í einum salnum og einhver hóstandi, með einhverja flensu, og jú, þá var panikk. Nei, menn voru ekki með grímur en á leiðinni heim voru allir með grímur og hitamælingar.“ Veiran lengdi ferðina talsvert verulega í annan endann. Þau voru tíu daga um borð og fengum aldrei að fara í land. Og það var farið að taka á taugina. „En, þetta var sex stjörnu skip, rosalega flottur aðbúnaðar, stanslaus skemmtiatriði og maturinn frábær. Alveg geggjað en ég var orðinn ansi pirraður þar til ég sætti mig við stöðuna,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir að þessi „bónus“ hafi verið sér að kostnaðarlausu en það stóð tæpt með flug til Íslands vegna óveðursins. En nánar verður rætt við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslendingar erlendis Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30 United skipti um hótel vegna ótta við Covid19-veiruna Óttinn við Covid19-veiruna hefur sett strik í reikning Manchester United í vetrarfríinu. 13. febrúar 2020 11:30 Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30 Veiran sem ógnar heimsbyggðinni, Kína og flokknum Covid-19 kórónuveiran sem nú breiðist um Kína og allan heim getur haft meiri og verri áhrif en nokkurn grunaði í fyrstu. 13. febrúar 2020 09:00 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Tilkynnt um 242 ný dauðsföll á einum sólarhring í Hubei Þetta er sá sólarhringur þar sem tilkynnt hefur verið um flest dauðsföll frá því að Covid19-veiran var fyrst greind. 13. febrúar 2020 06:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Magnús Gylfason knattspyrnuþjálfari með meiru kom heim til Íslands ásamt eiginkonu sinni við illan leik. Rétt slapp fyrir horn vegna óveðursins en áður höfðu þau hjón og fleiri verið föst á skemmtiferðaskipi sem hvergi fékk að koma í land vegna ótta við að smit væri um borð. Til stóð að vera fimm nætur um borð en þær urðu 10. Rætt var við Magnús í Bítinu í morgun þar sem hann sagði sögu sína og af ævintýrum um borð í skemmtiferðaskipinu Crystal Symphony. Úr einni höfn í aðra „Í grófum dráttum var þetta þannig að við fórum í lúxussiglingu, því bróðir minn var sextugur og flugum alla leið til Guam í Kyrrahafinu og ætluðu að vera þar um borð í sex daga, fimm nætur, á lúxusskipi og fara í land í Manilla. En út af þessari Corona-veiru þá var Filippseyjar og Manilla búið að loka höfninni fyrir skemmtiferðaskip.“ Magnús segir það hafa verið vegna þess að upp komu smit í einhverjum skipum og yfirvöld í Manilla vildu ekki sjá að fá neina slíka í land. Magnús er einkum þekktur fyrir feril sinn sem knattspyrnuþjálfari, hér ásamt fyrirliðanum á opinni æfingu landsliðsins í Gelendzik á HM í Rússlandi 2018.visir/vilhelm „Þá voru góð ráð dýr. Skipafélagið ákvað að sigla skipinu til Vietnam. En, á leiðinni þangað, þegar búið var að sigla í um sólarhring, þá kom upp sama staða þar. Þeir vildu ekki fá skip að landi, eða ekki okkar skip, veit ekki hvort það var lokað á öll skip, því það höfðu einhverjir komið um borð í skipið okkar farþegar sem höfðu farið í gegnum Hong Kong í Kína. Og það var nóg til að Víetnam vildi ekki hleypa okkur í land.“ Var þá stefnan sett á Singapore. Magnús kominn heim, í fiskvinnslu sína í Hafnarfirði. Honum var hætt að lítast á blikuna.visir/sigurjón „Það var bara fjögurra daga sigling. Og var auðvitað mikil óvissa um það allan tímann hvort við fengjum að fara í land þar. Því það voru fréttir um það í öllum fjölmiðlum að það væri komið upp þó nokkuð smit þar.“ Mældur tvisvar á dag og athugaður En, það varð þó úr að farþegar fengu að fara í land þar. „Það var gríðarlega mikið eftirlit í skipinu. Við þurftum að hitamæla okkur tvisvar á dag; mæta og stimpla sig inn með kortinu sínu. Fara í hitamælingu fyrir hádegi og eftir hádegi alla daga eftir að þetta kom upp. Það reyndist sem betur fer ekkert smit í okkar skipi. Aldrei nein vandamál. En það var þó þetta að það þurfti að margbóka flug þvers og kruss og óþægilegt meðan óvissan var en lúxusinn var mikill í skipinu og það reddaði þessu.“ Farþegar máttu ekki fara frá borði.Vísir/AP Magnús játar því að ánægjulegt hafi verið að fá fast land undir fætur. Því hafi vissulega fylgt ónotatilfinning að hrökklast úr einni höfn í aðra og frétta af smiti. „En það væsti ekki um okkur. Var ekkert smit um borð og þá var byrjað að ræða hvort sigla ætti til Ástralíu. Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Fréttirnar voru þannig að Asía væri að lokast og manni leið ekkert vel með það.“ Stanslaus skemmtiatriði og maturinn frábær Spurður segir Magnús það ekki hafa verið svo að fólk um borð hafi verið með grímur af ótta við smit. Crystal Synphony er enginn skítadallur. Sex stjörnu lúxusskemmtiferðaskip og veitingar sem og skemmtiatriði sviku hvergi. „Nei, en samt. Ef einhver hóstaði þá fór um mannskapinn. Ég var að spila bridge í einum salnum og einhver hóstandi, með einhverja flensu, og jú, þá var panikk. Nei, menn voru ekki með grímur en á leiðinni heim voru allir með grímur og hitamælingar.“ Veiran lengdi ferðina talsvert verulega í annan endann. Þau voru tíu daga um borð og fengum aldrei að fara í land. Og það var farið að taka á taugina. „En, þetta var sex stjörnu skip, rosalega flottur aðbúnaðar, stanslaus skemmtiatriði og maturinn frábær. Alveg geggjað en ég var orðinn ansi pirraður þar til ég sætti mig við stöðuna,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir að þessi „bónus“ hafi verið sér að kostnaðarlausu en það stóð tæpt með flug til Íslands vegna óveðursins. En nánar verður rætt við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Íslendingar erlendis Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30 United skipti um hótel vegna ótta við Covid19-veiruna Óttinn við Covid19-veiruna hefur sett strik í reikning Manchester United í vetrarfríinu. 13. febrúar 2020 11:30 Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30 Veiran sem ógnar heimsbyggðinni, Kína og flokknum Covid-19 kórónuveiran sem nú breiðist um Kína og allan heim getur haft meiri og verri áhrif en nokkurn grunaði í fyrstu. 13. febrúar 2020 09:00 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Tilkynnt um 242 ný dauðsföll á einum sólarhring í Hubei Þetta er sá sólarhringur þar sem tilkynnt hefur verið um flest dauðsföll frá því að Covid19-veiran var fyrst greind. 13. febrúar 2020 06:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30
United skipti um hótel vegna ótta við Covid19-veiruna Óttinn við Covid19-veiruna hefur sett strik í reikning Manchester United í vetrarfríinu. 13. febrúar 2020 11:30
Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30
Veiran sem ógnar heimsbyggðinni, Kína og flokknum Covid-19 kórónuveiran sem nú breiðist um Kína og allan heim getur haft meiri og verri áhrif en nokkurn grunaði í fyrstu. 13. febrúar 2020 09:00
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45
Tilkynnt um 242 ný dauðsföll á einum sólarhring í Hubei Þetta er sá sólarhringur þar sem tilkynnt hefur verið um flest dauðsföll frá því að Covid19-veiran var fyrst greind. 13. febrúar 2020 06:11