Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 13:08 Björgunarsveitarfólk kom mæðgunum og kisunum til bjargar. Jóhann Issi Hallgrímsson Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang. Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang.
Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira