Zidane tók sjálfu með manni sem hann keyrði aftan á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 23:30 Ökuþórinn Zinedine Zidane. vísir/getty Spænskur maður tók mynd af sér með Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid, skömmu eftir að Frakkinn keyrði aftan á bifreið hans um síðustu helgi. Þegar Zidane var á leið á æfingasvæði Real Madrid á sunnudaginn keyrði hann aftan á bíl við hringtorg hjá Valdebebas í Madríd. Ökumaðurinn í bílnum sem Zidane keyrði á var Ignacio Fernandez, eigandi húsgagnaverslunar. Honum virtist vera slétt sama um aftanákeyrsluna því hann fékk mynd af sér með Zidane. „Ég kannaðist strax við hann og ég sá hann. Ég sagði að það hefði verið skemmtilegra að hittast undir öðrum kringumstæðum en þetta væri ekki of slæmt,“ sagði Fernandez við La Voz de Galicia. „Ég spurði hvort ég mætti taka mynd af mér með honum því annars myndi fólk ekki trúa mér þegar ég segði að Zidane hefði keyrt aftan á mig. Hann var kurteis og svaraði játandi. Hann var hins vegar ekki tilbúinn leysa málið með því að skiptast á bílum.“ Zidane hits a man's car with his car in Valdebebas and they end up taking a selfie. [Marca] pic.twitter.com/5Sceo29csb— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Umboðsmaður Zidanes hringdi seinna í Fernandez og sagði að Frakkinn hefði verið þakklátur hvernig hann tók á málinu. Hann hafi verið á hraðferð og hafi verið feginn að losna við bón um miða á leik eða eiginhandaráritun. Fernandez sagðist ekki hafa verið að falast eftir neinu slíku enda hafi hann takmarkaðan áhuga á fótbolta. Strákarnir hans Zidanes í Real Madrid eru með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur þeirra er gegn Celta Vigo á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Spænskur maður tók mynd af sér með Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid, skömmu eftir að Frakkinn keyrði aftan á bifreið hans um síðustu helgi. Þegar Zidane var á leið á æfingasvæði Real Madrid á sunnudaginn keyrði hann aftan á bíl við hringtorg hjá Valdebebas í Madríd. Ökumaðurinn í bílnum sem Zidane keyrði á var Ignacio Fernandez, eigandi húsgagnaverslunar. Honum virtist vera slétt sama um aftanákeyrsluna því hann fékk mynd af sér með Zidane. „Ég kannaðist strax við hann og ég sá hann. Ég sagði að það hefði verið skemmtilegra að hittast undir öðrum kringumstæðum en þetta væri ekki of slæmt,“ sagði Fernandez við La Voz de Galicia. „Ég spurði hvort ég mætti taka mynd af mér með honum því annars myndi fólk ekki trúa mér þegar ég segði að Zidane hefði keyrt aftan á mig. Hann var kurteis og svaraði játandi. Hann var hins vegar ekki tilbúinn leysa málið með því að skiptast á bílum.“ Zidane hits a man's car with his car in Valdebebas and they end up taking a selfie. [Marca] pic.twitter.com/5Sceo29csb— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Umboðsmaður Zidanes hringdi seinna í Fernandez og sagði að Frakkinn hefði verið þakklátur hvernig hann tók á málinu. Hann hafi verið á hraðferð og hafi verið feginn að losna við bón um miða á leik eða eiginhandaráritun. Fernandez sagðist ekki hafa verið að falast eftir neinu slíku enda hafi hann takmarkaðan áhuga á fótbolta. Strákarnir hans Zidanes í Real Madrid eru með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur þeirra er gegn Celta Vigo á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira