Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 19:30 Skallagrímur með sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Vísir/Daníel Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. KR-konur áttu erfitt með að brjóta vörn Skallagríms á bak aftur og voru þremur stigum undir, 5-8, þar til tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þá skoruðu þær átta stig í röð og komust í 13-8, en þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur, fyrirliða Skallagríms undir lok leikhlutans minnkaði muninn í 13-11. Borgnesingar áttu erfitt með að koma boltanum í körfuna fyrripart annars leikhluta og var staðan 19-15 fyrir KR eftir sjö mínútur af leikhlutanum. Þá náði Keira Robinson að setja niður sína fyrstu þriggja stiga körfu í leiknum, en hún átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Keira setti niður annan þrist og jafnaði metin í 21-21. Mathilde Colding-Poulsen setti síðan niður þriggja stiga körfu í síðustu sókn leikhlutans og kom Skallagrím yfir í 24-27, en það voru hálfleikstölur. Skallagrímur byrjaði fyrstu mínútur seinni hálfleiks vel og setti Keira Robinson niður 5 stig í röð og kom sínu liði 8 stigum yfir. Danielle Rodriguez sem var stigahæst KR-kvenna í leiknum setti niður þrist og fékk vítaskot að auki í stöðunni 24-34 og náði því að minnka muninn um fjögur stig í einni sókn. Borgarneskonur náðu fljótlega aftur 10 stiga forskoti og komust í 40-30 á meðan KR fór illa með sín skotfæri. Staðan eftir þrjá leikhluta var 45-34 Skallagrím í vil. Danielle Rodriguez byrjaði 4. leikhluta á því að minnka muninn um þrjú stig fyrir Vesturbæjarliðið og staðan þar með 37-45 en Skallagrímskonur voru fljótar að bregðast við og skoruðu næstu fimm stig, 37-50. Skallagrímur sigldi hægt og rólega langt fram úr KR-liðinu og þegar heimakonan Sigrún Sjöfn skilaði boltanum í körfuna og kom þeim 15 stigum yfir um miðjan 4. leikhluta brutust út mikil fagnaðarlæti hjá stuðningsfólki Skallagríms, þær voru svo gott sem búnar að tryggja sér sigurinn. Lokatölur urðu á endanum 66-49 sigur Skallagríms sem vann þar með sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og var með 32 stig og 11 fráköst, auk þess sem hún var með 26 framlagspunkta. Danielle Rodriguez var stigahæst í liði KR með 22 stig.Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið„Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði.„Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins.„Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það erutvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum.Benni: Virkilega miður mín núna„Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim.„Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum.Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘ Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld. „Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum. Borgarbyggð Dominos-deild kvenna Tímamót
Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. KR-konur áttu erfitt með að brjóta vörn Skallagríms á bak aftur og voru þremur stigum undir, 5-8, þar til tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þá skoruðu þær átta stig í röð og komust í 13-8, en þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur, fyrirliða Skallagríms undir lok leikhlutans minnkaði muninn í 13-11. Borgnesingar áttu erfitt með að koma boltanum í körfuna fyrripart annars leikhluta og var staðan 19-15 fyrir KR eftir sjö mínútur af leikhlutanum. Þá náði Keira Robinson að setja niður sína fyrstu þriggja stiga körfu í leiknum, en hún átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Keira setti niður annan þrist og jafnaði metin í 21-21. Mathilde Colding-Poulsen setti síðan niður þriggja stiga körfu í síðustu sókn leikhlutans og kom Skallagrím yfir í 24-27, en það voru hálfleikstölur. Skallagrímur byrjaði fyrstu mínútur seinni hálfleiks vel og setti Keira Robinson niður 5 stig í röð og kom sínu liði 8 stigum yfir. Danielle Rodriguez sem var stigahæst KR-kvenna í leiknum setti niður þrist og fékk vítaskot að auki í stöðunni 24-34 og náði því að minnka muninn um fjögur stig í einni sókn. Borgarneskonur náðu fljótlega aftur 10 stiga forskoti og komust í 40-30 á meðan KR fór illa með sín skotfæri. Staðan eftir þrjá leikhluta var 45-34 Skallagrím í vil. Danielle Rodriguez byrjaði 4. leikhluta á því að minnka muninn um þrjú stig fyrir Vesturbæjarliðið og staðan þar með 37-45 en Skallagrímskonur voru fljótar að bregðast við og skoruðu næstu fimm stig, 37-50. Skallagrímur sigldi hægt og rólega langt fram úr KR-liðinu og þegar heimakonan Sigrún Sjöfn skilaði boltanum í körfuna og kom þeim 15 stigum yfir um miðjan 4. leikhluta brutust út mikil fagnaðarlæti hjá stuðningsfólki Skallagríms, þær voru svo gott sem búnar að tryggja sér sigurinn. Lokatölur urðu á endanum 66-49 sigur Skallagríms sem vann þar með sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og var með 32 stig og 11 fráköst, auk þess sem hún var með 26 framlagspunkta. Danielle Rodriguez var stigahæst í liði KR með 22 stig.Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið„Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði.„Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins.„Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það erutvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum.Benni: Virkilega miður mín núna„Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim.„Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum.Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘ Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld. „Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum