Umfjöllun: Grindavík - Stjarnan 75-89 | Stjörnumenn bikarmeistarar annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2020 16:15 Hlynur Bæringsson og Ágúst Angantýsson lyfta Geysisbikarnum. Vísir/Daníel Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Grindavík, 75-89, í úrslitaleik. Stjörnumenn hafa unnið alla fimm bikarúrslitaleikina í sögu félagsins og unnið alla sjö bikarleiki sína í Laugardalshöllinni. Ægir Þór Steinarsson var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hann var frábær í dag, skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar. Grindvíkingar voru án Bandaríkjamannsins Seths Le Days sem tók út leikbann vegna brots í deildarleik gegn Stjörnumönnum á dögunum. Það munaði mikið um hann en Stjörnumenn voru mun sterkari undir körfunni og unnu frákastabaráttuna, 47-32. Þrátt fyrir að vera undirmannaðir var hugur í Grindvíkingum og þeir áttu í fullu tré við Stjörnumenn í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 34-36, Stjörnunni í vil. Eins og gegn Tindastóli í undanúrslitunum á miðvikudaginn var Stjarnan mun sterkari í seinni hálfleik. Grindvíkingar reyndu allt hvað þeir gátu en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Þeir létu forystuna aldrei af hendi í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega jafn. Liðin skiptust 15 sinnum á forystunni, níu sinnum var staðan jöfn og munurinn var aldrei meiri en fjögur stig. Sigtryggur Arnar Björnsson var í ham í 1. leikhluta þar sem hann skoraði tíu stig. Hann skoraði ekkert í 2. leikhluta en þá tóku aðrir við keflinu. Valdas Vasylius var öflugur og Ingvi Þór Guðmundsson stóð fyrir sínu. Átta Stjörnumenn skoruðu í fyrri hálfleik en enginn meira en átta stig. Bæði lið voru ísköld fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn töpuðu boltanum oft í upphafi leiks og það gaf Grindvíkingum alls tíu stig. Stjarnan tók sjö sóknarfráköst en þau skiluðu aðeins tveimur stigum. Stjörnumenn voru tveimur stigum yfir í hálfleik, 34-36, en eins og svo oft áður í vetur voru þeir svo betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Í byrjun seinni hálfleik opnuðust flóðgáttir og nánast öll þriggja stiga skot fóru ofan í. Eftir þessa skotsýningu náði Stjarnan tökum á leiknum og tók fram úr. Grindvíkingar voru í vandræðum í sókninni. Sigtryggur Arnar reyndi eins og hann gat en vantaði meiri hjálp. Eftir 3. leikhluta munaði ellefu stigum á liðunum, 55-66, og staða Stjörnunnar góð. Stjörnumenn skoruðu fyrstu fimm stigin í seinni hálfleik og náðu 16 stiga forystu, 55-71. Það bil náðu Grindvíkingar ekki að brúa. Viljinn var til staðar og Grindvíkingar reyndu og reyndu en það var ekki nóg. Stjörnumenn héldu Grindvíkingum í hæfilegri fjarlægð með því að setja niður stór skot undir lokin og unnu á endanum 14 stiga sigur, 75-89. Stjörnumenn koma aldrei tómhentir úr Höllinni.vísir/daníel Af hverju vann Stjarnan? Með Le Day hefði brekkan verið brött fyrir Grindavík en án hans var verkefnið nánast ómögulegt. Grindvíkingar gerðu vel í fyrri hálfleik en róðurinn varð þungur um leið og Stjörnumenn fóru að hitta fyrir utan. Garðbæingar skoruðu aðeins eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik en sjö í þeim seinni. Stjarnan lokaði vörninni um miðbik 3. leikhluta og náði góðu forskoti sem Grindavík náði ekki að vinna upp. Stjörnumenn skoruðu meira inni í teig og rústuðu frákastabaráttunni, 47-32. Þá fengu þeir fjölda stiga eftir hraðaupphlaup sem Ægir stjórnaði af mikilli snilld.Hverjir stóðu upp úr? Líkt og gegn Tindastóli á miðvikudaginn var Ægir stórkostlegur í dag. Í þessum tveimur leikjunum í Höllinni gaf hann samtals 29 stoðsendingar. Nikolas Tomsick hefur oft verið meira áberandi en skoraði samt 19 stig líkt og Ægir. Kyle Johnson var traustur að vanda og Hlynur Bæringsson og Urald King voru öflugir í fráköstunum. Sigtryggur Arnar átti frábæran leik. Hann reyndi allt sem hann gat og skoraði 23 stig og gaf sjö stoðsendingar. Valdas var góður í fyrri hálfleik en bensínlaus í þeim seinni. Ólafur Ólafsson og Ingvi Þór áttu fína spretti en skotnýting þeirra var slök.Hvað gekk illa? Þriggja nýting liðanna var afleit í fyrri hálfleik. Þau hittu mun betur í þeim seinni. Grindvíkingar urðu samt full ástfangnir af þriggja stiga skotunum eins og svo oft. Þeir tóku 39 skot fyrir utan teig en 34 inni í teig. Þeir áttu svo undir högg að sækja í frákastabaráttunni.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé og liðin leika ekki aftur fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Dominos-deild karla
Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Grindavík, 75-89, í úrslitaleik. Stjörnumenn hafa unnið alla fimm bikarúrslitaleikina í sögu félagsins og unnið alla sjö bikarleiki sína í Laugardalshöllinni. Ægir Þór Steinarsson var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hann var frábær í dag, skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar. Grindvíkingar voru án Bandaríkjamannsins Seths Le Days sem tók út leikbann vegna brots í deildarleik gegn Stjörnumönnum á dögunum. Það munaði mikið um hann en Stjörnumenn voru mun sterkari undir körfunni og unnu frákastabaráttuna, 47-32. Þrátt fyrir að vera undirmannaðir var hugur í Grindvíkingum og þeir áttu í fullu tré við Stjörnumenn í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 34-36, Stjörnunni í vil. Eins og gegn Tindastóli í undanúrslitunum á miðvikudaginn var Stjarnan mun sterkari í seinni hálfleik. Grindvíkingar reyndu allt hvað þeir gátu en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Þeir létu forystuna aldrei af hendi í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega jafn. Liðin skiptust 15 sinnum á forystunni, níu sinnum var staðan jöfn og munurinn var aldrei meiri en fjögur stig. Sigtryggur Arnar Björnsson var í ham í 1. leikhluta þar sem hann skoraði tíu stig. Hann skoraði ekkert í 2. leikhluta en þá tóku aðrir við keflinu. Valdas Vasylius var öflugur og Ingvi Þór Guðmundsson stóð fyrir sínu. Átta Stjörnumenn skoruðu í fyrri hálfleik en enginn meira en átta stig. Bæði lið voru ísköld fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn töpuðu boltanum oft í upphafi leiks og það gaf Grindvíkingum alls tíu stig. Stjarnan tók sjö sóknarfráköst en þau skiluðu aðeins tveimur stigum. Stjörnumenn voru tveimur stigum yfir í hálfleik, 34-36, en eins og svo oft áður í vetur voru þeir svo betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Í byrjun seinni hálfleik opnuðust flóðgáttir og nánast öll þriggja stiga skot fóru ofan í. Eftir þessa skotsýningu náði Stjarnan tökum á leiknum og tók fram úr. Grindvíkingar voru í vandræðum í sókninni. Sigtryggur Arnar reyndi eins og hann gat en vantaði meiri hjálp. Eftir 3. leikhluta munaði ellefu stigum á liðunum, 55-66, og staða Stjörnunnar góð. Stjörnumenn skoruðu fyrstu fimm stigin í seinni hálfleik og náðu 16 stiga forystu, 55-71. Það bil náðu Grindvíkingar ekki að brúa. Viljinn var til staðar og Grindvíkingar reyndu og reyndu en það var ekki nóg. Stjörnumenn héldu Grindvíkingum í hæfilegri fjarlægð með því að setja niður stór skot undir lokin og unnu á endanum 14 stiga sigur, 75-89. Stjörnumenn koma aldrei tómhentir úr Höllinni.vísir/daníel Af hverju vann Stjarnan? Með Le Day hefði brekkan verið brött fyrir Grindavík en án hans var verkefnið nánast ómögulegt. Grindvíkingar gerðu vel í fyrri hálfleik en róðurinn varð þungur um leið og Stjörnumenn fóru að hitta fyrir utan. Garðbæingar skoruðu aðeins eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik en sjö í þeim seinni. Stjarnan lokaði vörninni um miðbik 3. leikhluta og náði góðu forskoti sem Grindavík náði ekki að vinna upp. Stjörnumenn skoruðu meira inni í teig og rústuðu frákastabaráttunni, 47-32. Þá fengu þeir fjölda stiga eftir hraðaupphlaup sem Ægir stjórnaði af mikilli snilld.Hverjir stóðu upp úr? Líkt og gegn Tindastóli á miðvikudaginn var Ægir stórkostlegur í dag. Í þessum tveimur leikjunum í Höllinni gaf hann samtals 29 stoðsendingar. Nikolas Tomsick hefur oft verið meira áberandi en skoraði samt 19 stig líkt og Ægir. Kyle Johnson var traustur að vanda og Hlynur Bæringsson og Urald King voru öflugir í fráköstunum. Sigtryggur Arnar átti frábæran leik. Hann reyndi allt sem hann gat og skoraði 23 stig og gaf sjö stoðsendingar. Valdas var góður í fyrri hálfleik en bensínlaus í þeim seinni. Ólafur Ólafsson og Ingvi Þór áttu fína spretti en skotnýting þeirra var slök.Hvað gekk illa? Þriggja nýting liðanna var afleit í fyrri hálfleik. Þau hittu mun betur í þeim seinni. Grindvíkingar urðu samt full ástfangnir af þriggja stiga skotunum eins og svo oft. Þeir tóku 39 skot fyrir utan teig en 34 inni í teig. Þeir áttu svo undir högg að sækja í frákastabaráttunni.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé og liðin leika ekki aftur fyrr en í byrjun næsta mánaðar.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum