Ólafía keppti við karla | Skrýtið fyrst en gaman að mæta þeim Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2020 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun leika á Symetra mótaröðinni líkt og í fyrra. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira