Örtröð og tómar hillur í aðdraganda sprengilægðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 20:33 Sérstaklega þykir eftirtektarvert að brauðhillur hafi tæmst. Slíkt gerist venjulega ekki á fimmtudögum, að sögn framkvæmdastjóra Krónunnar. Myndin er tekin í Krónunni á Granda síðdegis í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55