Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Ágúst Bjarni Garðarson skrifar 14. febrúar 2020 08:00 Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Sjá meira
Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar