Eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið: Má það? Margaret Anne Johnson skrifar 13. febrúar 2020 14:00 Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun