Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:10 Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir. Mynd/S2 Sport Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark
EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira