Hafnar því algjörlega að Milljarður rís sé aðeins sýndarmennska Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 22:31 Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, (t.v) segir að Milljarður rís sé táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Samsett Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi hafnar því að viðburðurinn Milljarður rís byggi á sýndarmennsku og hafi engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, líkt og honum er ætlað að gera. Gagnrýni fjölmiðlakonu þess efnis vakti töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag. Milljarður rís byggir á erlendri fyrirmynd (e. One billion rising) og er ætlað að vekja athygli á og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Alls taka um tvö hundruð borgir í heiminum þátt í herferðinni en viðburðurinn verður haldinn á Íslandi í áttunda sinn í Hörpu á föstudag, þar sem fólki er boðið að koma saman í Hörpu til að hlýða á erindi, njóta skemmtiatriða og dansa. Taktlaus gjörningur María Lilja Þrastardóttir fjölmiðlakona gagnrýndi viðburðinn á Twitter-reikningi sínum í dag. Þar ýjaði hún að því að viðburðurinn væri taktlaus, ætlaður forréttindahópum í samfélaginu og lítið annað en sýndarmennska. Þá setti hún auk þess spurningamerki við raunveruleg áhrif hans í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. „Getum við hætt að tala um #milljardurris sem eitthvað annað en riiiisa virtue signalling partí fyrir hvítar millistéttakonur úr miðbænum og annað þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa við Kaffibars-DJ’s,“ skrifaði María Lilja. „Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg (ég er það bara) en heldur einhver í alvöru að karlar hætti bara að berja og meiða konur afþví exklúsívur hópur kemur árlega saman og skakar sér oggupons í glerhúsi á höfninni. Getiði bara kallað spade a spade og hætt að djamma útaf ofbeldi. Þrátt fyrir alla þessa dynjandi tónlist er líklega fátt taktlausara en þessi gjörningur fólks sem talar svo um að; “senda ofbeldi fingurinn”.“ Getum við hætt að tala um #milljardurris sem eitthvað annað en riiiisa virtue signalling partí fyrir hvítar millistéttakonur úr miðbænum og annað þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa við Kaffibars-DJ's.— M. L. Th. Kemp (@marialiljath) February 11, 2020 Getiði bara kallað spade a spade og hætt að djamma útaf ofbeldi. Þrátt fyrir alla þessa dynjandi tónlist er líklega fátt taktlausara en þessi gjörningur fólks sem talar svo um að; “senda ofbeldi fingurinn”.— M. L. Th. Kemp (@marialiljath) February 11, 2020 Sambærileg gagnrýni í garð alþjóðlegu herferðarinnar Milljarður rís hefur ítrekað skotið upp kollinum í gegnum tíðina. Þannig hafa aðstandendur herferðarinnar verið sakaðir um að beina athyglinni frá raunverulegri rót vandans, líkt og rakið er í þessari grein frá árinu 2013. Raddlausir fái rödd Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Maríu Lilju segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við Vísi að Milljarður rís sé táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Viðstaddir af öllum stéttum og stigum Þá bendir hún á að allir sem komi að Milljarði rís gefi vinnu sína umræddan dag, þar með talið tónlistarfólkið, undir stjórn plötusnúðsins DJ Margeirs. „Mér finnst þetta vanvirðing gagnvart þessu listafólki að segja að þetta séu einhverjir forréttindahópar,“ segir Stella. „Fólkið sem kemur á þennan viðburð er af öllum stéttum og stigum. Það hafa allt niður í leikskólar komið til okkar, menntaskólar gefa frí í sumum tímum til þess að geta mætt og notað þennan viðburð til að ræða kynbundið ofbeldi. Auðvitað er þetta aldrei þannig að allir geta mætt, því miður. Það væri óskandi að fólk í vaktavinnu gæti mætt og fleiri, en því miður, það er ekki þannig. En þetta er ein leið til að ná til fólks. Þetta á að vera sameiningartákn, að sýna ólíka hópa og dansa gegn kynbundnu ofbeldi.“ Milljarður rís verður haldinn í Hörpu föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15.Vísir/Vilhelm Þá hafnar Stella því að viðburðurinn byggi á sýndarmennsku og hafi engin raunveruleg áhrif í baráttunni. „Algjörlega, þetta er vitundarvakning. Ef við tölum ekki við hvort annað, ef við ætlum að rífa allt niður, þá verður okkur lítið ágengt. Við erum að reyna að eiga samtal við fólk og vekja það til vitundar um stöðuna, það er það sem þessi viðburður gerir,“ segir Stella. „Það er engin ein leið að sama markmiði, við erum með margar leiðir, og þetta er ein til að vekja upp samtal um eitt mesta samfélagsmein sem við erum að glíma við í heiminum í dag, það er að glíma við kynbundið ofbeldi og útrýma því. Og í okkar jafnréttisparadís á Íslandi er þetta það sem okkur hefur gengið hvað verst að uppræta.“ Milljarður rís verður haldinn í Hörpu á föstudag, líkt og áður segir – einmitt þegar appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna ofsaveðurs. Stella segir að aðstandendur viðburðarins fylgist vel með veðrinu og muni taka stöðuna á morgun. Þá beri viðburðinn í ár upp á nokkuð merkilegu ári í jafnréttisbaráttunni. Nú séu umrótatímar – en um leið mikil tímamót. „Það er rosalega mikið bakslag í jafnréttisbaráttu, það er verið að taka réttindi af konum varðandi kyn- og frjósemisheilbrigði, fóstureyðingar. En þetta er líka stórt jafnréttisár í ár. Við erum að fagna 25 ára afmæli Pekingsáttmálans og það skiptir máli að sýna samstöðu, við erum öll að vinna að sama markmiði, sama hvaða leiðir við förum. Við erum að reyna að breyta samfélagskúltúrnum. Mér finnst samstaðan skipta miklu máli.“ Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ekkert eldfimara en orðræða um konur Stella Samúelsdóttir bjó ytra í fimmtán ár áður en hún flutti aftur heim til Íslands til að taka við stöðu framkvæmdastýru landsnefndar UN Women. Nefndin svarar neyðarkalli frá Bangladess. Ef ekkert verður að gert verður neyðarskýli 10. mars 2018 11:00 Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Menntamálaráðherra afdráttarlaus í Hörpu í dag. 14. febrúar 2019 14:25 Milljarður rís í sjöunda sinn Millarður rís er haldinn hér á landi í sjöunda sinn þar sem fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. UN Women fagnar 30 ára afmæli í ár en þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women. 11. febrúar 2019 15:30 Dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur Dansviðburðurinn Miljarður rís verður haldinn um land allt í fimmta sinn í hádeginu á morgun, föstudag. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í Hörpu. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. "Það er ekki í lagi að ein af hverjum þrem konum verði fyrir ofbeldi og ein af hverjum fimm konum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson. 16. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi hafnar því að viðburðurinn Milljarður rís byggi á sýndarmennsku og hafi engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, líkt og honum er ætlað að gera. Gagnrýni fjölmiðlakonu þess efnis vakti töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag. Milljarður rís byggir á erlendri fyrirmynd (e. One billion rising) og er ætlað að vekja athygli á og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Alls taka um tvö hundruð borgir í heiminum þátt í herferðinni en viðburðurinn verður haldinn á Íslandi í áttunda sinn í Hörpu á föstudag, þar sem fólki er boðið að koma saman í Hörpu til að hlýða á erindi, njóta skemmtiatriða og dansa. Taktlaus gjörningur María Lilja Þrastardóttir fjölmiðlakona gagnrýndi viðburðinn á Twitter-reikningi sínum í dag. Þar ýjaði hún að því að viðburðurinn væri taktlaus, ætlaður forréttindahópum í samfélaginu og lítið annað en sýndarmennska. Þá setti hún auk þess spurningamerki við raunveruleg áhrif hans í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. „Getum við hætt að tala um #milljardurris sem eitthvað annað en riiiisa virtue signalling partí fyrir hvítar millistéttakonur úr miðbænum og annað þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa við Kaffibars-DJ’s,“ skrifaði María Lilja. „Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg (ég er það bara) en heldur einhver í alvöru að karlar hætti bara að berja og meiða konur afþví exklúsívur hópur kemur árlega saman og skakar sér oggupons í glerhúsi á höfninni. Getiði bara kallað spade a spade og hætt að djamma útaf ofbeldi. Þrátt fyrir alla þessa dynjandi tónlist er líklega fátt taktlausara en þessi gjörningur fólks sem talar svo um að; “senda ofbeldi fingurinn”.“ Getum við hætt að tala um #milljardurris sem eitthvað annað en riiiisa virtue signalling partí fyrir hvítar millistéttakonur úr miðbænum og annað þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa við Kaffibars-DJ's.— M. L. Th. Kemp (@marialiljath) February 11, 2020 Getiði bara kallað spade a spade og hætt að djamma útaf ofbeldi. Þrátt fyrir alla þessa dynjandi tónlist er líklega fátt taktlausara en þessi gjörningur fólks sem talar svo um að; “senda ofbeldi fingurinn”.— M. L. Th. Kemp (@marialiljath) February 11, 2020 Sambærileg gagnrýni í garð alþjóðlegu herferðarinnar Milljarður rís hefur ítrekað skotið upp kollinum í gegnum tíðina. Þannig hafa aðstandendur herferðarinnar verið sakaðir um að beina athyglinni frá raunverulegri rót vandans, líkt og rakið er í þessari grein frá árinu 2013. Raddlausir fái rödd Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Maríu Lilju segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við Vísi að Milljarður rís sé táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Viðstaddir af öllum stéttum og stigum Þá bendir hún á að allir sem komi að Milljarði rís gefi vinnu sína umræddan dag, þar með talið tónlistarfólkið, undir stjórn plötusnúðsins DJ Margeirs. „Mér finnst þetta vanvirðing gagnvart þessu listafólki að segja að þetta séu einhverjir forréttindahópar,“ segir Stella. „Fólkið sem kemur á þennan viðburð er af öllum stéttum og stigum. Það hafa allt niður í leikskólar komið til okkar, menntaskólar gefa frí í sumum tímum til þess að geta mætt og notað þennan viðburð til að ræða kynbundið ofbeldi. Auðvitað er þetta aldrei þannig að allir geta mætt, því miður. Það væri óskandi að fólk í vaktavinnu gæti mætt og fleiri, en því miður, það er ekki þannig. En þetta er ein leið til að ná til fólks. Þetta á að vera sameiningartákn, að sýna ólíka hópa og dansa gegn kynbundnu ofbeldi.“ Milljarður rís verður haldinn í Hörpu föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15.Vísir/Vilhelm Þá hafnar Stella því að viðburðurinn byggi á sýndarmennsku og hafi engin raunveruleg áhrif í baráttunni. „Algjörlega, þetta er vitundarvakning. Ef við tölum ekki við hvort annað, ef við ætlum að rífa allt niður, þá verður okkur lítið ágengt. Við erum að reyna að eiga samtal við fólk og vekja það til vitundar um stöðuna, það er það sem þessi viðburður gerir,“ segir Stella. „Það er engin ein leið að sama markmiði, við erum með margar leiðir, og þetta er ein til að vekja upp samtal um eitt mesta samfélagsmein sem við erum að glíma við í heiminum í dag, það er að glíma við kynbundið ofbeldi og útrýma því. Og í okkar jafnréttisparadís á Íslandi er þetta það sem okkur hefur gengið hvað verst að uppræta.“ Milljarður rís verður haldinn í Hörpu á föstudag, líkt og áður segir – einmitt þegar appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna ofsaveðurs. Stella segir að aðstandendur viðburðarins fylgist vel með veðrinu og muni taka stöðuna á morgun. Þá beri viðburðinn í ár upp á nokkuð merkilegu ári í jafnréttisbaráttunni. Nú séu umrótatímar – en um leið mikil tímamót. „Það er rosalega mikið bakslag í jafnréttisbaráttu, það er verið að taka réttindi af konum varðandi kyn- og frjósemisheilbrigði, fóstureyðingar. En þetta er líka stórt jafnréttisár í ár. Við erum að fagna 25 ára afmæli Pekingsáttmálans og það skiptir máli að sýna samstöðu, við erum öll að vinna að sama markmiði, sama hvaða leiðir við förum. Við erum að reyna að breyta samfélagskúltúrnum. Mér finnst samstaðan skipta miklu máli.“
Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ekkert eldfimara en orðræða um konur Stella Samúelsdóttir bjó ytra í fimmtán ár áður en hún flutti aftur heim til Íslands til að taka við stöðu framkvæmdastýru landsnefndar UN Women. Nefndin svarar neyðarkalli frá Bangladess. Ef ekkert verður að gert verður neyðarskýli 10. mars 2018 11:00 Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Menntamálaráðherra afdráttarlaus í Hörpu í dag. 14. febrúar 2019 14:25 Milljarður rís í sjöunda sinn Millarður rís er haldinn hér á landi í sjöunda sinn þar sem fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. UN Women fagnar 30 ára afmæli í ár en þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women. 11. febrúar 2019 15:30 Dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur Dansviðburðurinn Miljarður rís verður haldinn um land allt í fimmta sinn í hádeginu á morgun, föstudag. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í Hörpu. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. "Það er ekki í lagi að ein af hverjum þrem konum verði fyrir ofbeldi og ein af hverjum fimm konum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson. 16. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ekkert eldfimara en orðræða um konur Stella Samúelsdóttir bjó ytra í fimmtán ár áður en hún flutti aftur heim til Íslands til að taka við stöðu framkvæmdastýru landsnefndar UN Women. Nefndin svarar neyðarkalli frá Bangladess. Ef ekkert verður að gert verður neyðarskýli 10. mars 2018 11:00
Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Menntamálaráðherra afdráttarlaus í Hörpu í dag. 14. febrúar 2019 14:25
Milljarður rís í sjöunda sinn Millarður rís er haldinn hér á landi í sjöunda sinn þar sem fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. UN Women fagnar 30 ára afmæli í ár en þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women. 11. febrúar 2019 15:30
Dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur Dansviðburðurinn Miljarður rís verður haldinn um land allt í fimmta sinn í hádeginu á morgun, föstudag. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í Hörpu. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. "Það er ekki í lagi að ein af hverjum þrem konum verði fyrir ofbeldi og ein af hverjum fimm konum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson. 16. febrúar 2017 19:00