Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 20:58 Nýja greiðslukerfið mun veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér. Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér.
Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00
Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30