Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík. vísir/egill Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. Forstjóri Isal segir álverið í Straumsvík greiða töluvert hærra verð fyrir raforkuna en önnur álver á Íslandi. Álverið í Straumsvík hefur átt við ýmsa rekstrarörðugleika að stríða undanfarin misseri og ár sem meðal varð til þess að einum af þremur kerskálum álversins var lokað um tíma og það er ekki keyrt á fullum afköstum í dag. Á sama tíma hefur álverð hríðlækkað á heimsmarkaði, aðallega vegna mikillar framleiðsluaukningar Kínverja. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir þá hafa verið farna að gruna að ekki væri allt með felldu. Hinn 24. janúar hafi legið fyrir kjarasamningur við tæplega 400 starfsmenn sem bæði Samtök atvinnulífsins og Isal hafi viljað skrifa undir en eigandinn Rio Tinto hafi ekki gefið grænt ljós á undirskrift samninganna. „Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ sagði Reinhold í í morgun en eftir hádegi boðaði ríkissáttasemjari samningsaðila til fundar hjá sér á föstudag. „Fólk er bara slegið. Við þurfum bara að sofa á þessu til að vita hvernig við eigum að bregðast við,“ sagði Reinhold en starfsmönnum var greint frá stöðunni við vaktaskipti klukkan átta í morgun. Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík.vísir/egill Rannveig Rist forstjóri Isal segir mikið hafa verið hagrætt undanfarin ár og fyrirtækið selji eftirsótta hágæða vöru sem fáir aðrir bjóði upp á. Með raforkusamningnum 2010 hafi fyrirtækið tekið þátt í endurreisninni eftir hrun en nú sé raforkuverðið orðið of hátt. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum,“ segir Rannveig. Tap hafi verið á rekstrinum frá árinu 2012, tíu milljarðar á síðasta ári og stefni í fjóra milljarða á þessu ári. Rannveig segir viðræður eigendanna, Rio Tinto, við Landsvirkjun og stjórnvöld ný hafnar og því of snemmt að segja til um niðurstöður þeirra. Þær verði hins vegar að liggja fyrir um mitt þetta ár. Þá komi í ljós hvort álverinu verði lokað. Það hefði mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf, ekki hvað síst Hafnarfjarðarbæ sem hafi um hálfan milljarð í tekjur af álverinu á ári. Tilraunir til að selja verksmiðjuna hafi ekki gengið upp. „Núna er það ekki í skoðun, heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari eða loka henni alveg eða að hluta,“ segir Rannveig Rist. Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. Forstjóri Isal segir álverið í Straumsvík greiða töluvert hærra verð fyrir raforkuna en önnur álver á Íslandi. Álverið í Straumsvík hefur átt við ýmsa rekstrarörðugleika að stríða undanfarin misseri og ár sem meðal varð til þess að einum af þremur kerskálum álversins var lokað um tíma og það er ekki keyrt á fullum afköstum í dag. Á sama tíma hefur álverð hríðlækkað á heimsmarkaði, aðallega vegna mikillar framleiðsluaukningar Kínverja. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir þá hafa verið farna að gruna að ekki væri allt með felldu. Hinn 24. janúar hafi legið fyrir kjarasamningur við tæplega 400 starfsmenn sem bæði Samtök atvinnulífsins og Isal hafi viljað skrifa undir en eigandinn Rio Tinto hafi ekki gefið grænt ljós á undirskrift samninganna. „Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ sagði Reinhold í í morgun en eftir hádegi boðaði ríkissáttasemjari samningsaðila til fundar hjá sér á föstudag. „Fólk er bara slegið. Við þurfum bara að sofa á þessu til að vita hvernig við eigum að bregðast við,“ sagði Reinhold en starfsmönnum var greint frá stöðunni við vaktaskipti klukkan átta í morgun. Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík.vísir/egill Rannveig Rist forstjóri Isal segir mikið hafa verið hagrætt undanfarin ár og fyrirtækið selji eftirsótta hágæða vöru sem fáir aðrir bjóði upp á. Með raforkusamningnum 2010 hafi fyrirtækið tekið þátt í endurreisninni eftir hrun en nú sé raforkuverðið orðið of hátt. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum,“ segir Rannveig. Tap hafi verið á rekstrinum frá árinu 2012, tíu milljarðar á síðasta ári og stefni í fjóra milljarða á þessu ári. Rannveig segir viðræður eigendanna, Rio Tinto, við Landsvirkjun og stjórnvöld ný hafnar og því of snemmt að segja til um niðurstöður þeirra. Þær verði hins vegar að liggja fyrir um mitt þetta ár. Þá komi í ljós hvort álverinu verði lokað. Það hefði mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf, ekki hvað síst Hafnarfjarðarbæ sem hafi um hálfan milljarð í tekjur af álverinu á ári. Tilraunir til að selja verksmiðjuna hafi ekki gengið upp. „Núna er það ekki í skoðun, heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari eða loka henni alveg eða að hluta,“ segir Rannveig Rist.
Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45