Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík. vísir/egill Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. Forstjóri Isal segir álverið í Straumsvík greiða töluvert hærra verð fyrir raforkuna en önnur álver á Íslandi. Álverið í Straumsvík hefur átt við ýmsa rekstrarörðugleika að stríða undanfarin misseri og ár sem meðal varð til þess að einum af þremur kerskálum álversins var lokað um tíma og það er ekki keyrt á fullum afköstum í dag. Á sama tíma hefur álverð hríðlækkað á heimsmarkaði, aðallega vegna mikillar framleiðsluaukningar Kínverja. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir þá hafa verið farna að gruna að ekki væri allt með felldu. Hinn 24. janúar hafi legið fyrir kjarasamningur við tæplega 400 starfsmenn sem bæði Samtök atvinnulífsins og Isal hafi viljað skrifa undir en eigandinn Rio Tinto hafi ekki gefið grænt ljós á undirskrift samninganna. „Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ sagði Reinhold í í morgun en eftir hádegi boðaði ríkissáttasemjari samningsaðila til fundar hjá sér á föstudag. „Fólk er bara slegið. Við þurfum bara að sofa á þessu til að vita hvernig við eigum að bregðast við,“ sagði Reinhold en starfsmönnum var greint frá stöðunni við vaktaskipti klukkan átta í morgun. Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík.vísir/egill Rannveig Rist forstjóri Isal segir mikið hafa verið hagrætt undanfarin ár og fyrirtækið selji eftirsótta hágæða vöru sem fáir aðrir bjóði upp á. Með raforkusamningnum 2010 hafi fyrirtækið tekið þátt í endurreisninni eftir hrun en nú sé raforkuverðið orðið of hátt. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum,“ segir Rannveig. Tap hafi verið á rekstrinum frá árinu 2012, tíu milljarðar á síðasta ári og stefni í fjóra milljarða á þessu ári. Rannveig segir viðræður eigendanna, Rio Tinto, við Landsvirkjun og stjórnvöld ný hafnar og því of snemmt að segja til um niðurstöður þeirra. Þær verði hins vegar að liggja fyrir um mitt þetta ár. Þá komi í ljós hvort álverinu verði lokað. Það hefði mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf, ekki hvað síst Hafnarfjarðarbæ sem hafi um hálfan milljarð í tekjur af álverinu á ári. Tilraunir til að selja verksmiðjuna hafi ekki gengið upp. „Núna er það ekki í skoðun, heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari eða loka henni alveg eða að hluta,“ segir Rannveig Rist. Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. Forstjóri Isal segir álverið í Straumsvík greiða töluvert hærra verð fyrir raforkuna en önnur álver á Íslandi. Álverið í Straumsvík hefur átt við ýmsa rekstrarörðugleika að stríða undanfarin misseri og ár sem meðal varð til þess að einum af þremur kerskálum álversins var lokað um tíma og það er ekki keyrt á fullum afköstum í dag. Á sama tíma hefur álverð hríðlækkað á heimsmarkaði, aðallega vegna mikillar framleiðsluaukningar Kínverja. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir þá hafa verið farna að gruna að ekki væri allt með felldu. Hinn 24. janúar hafi legið fyrir kjarasamningur við tæplega 400 starfsmenn sem bæði Samtök atvinnulífsins og Isal hafi viljað skrifa undir en eigandinn Rio Tinto hafi ekki gefið grænt ljós á undirskrift samninganna. „Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ sagði Reinhold í í morgun en eftir hádegi boðaði ríkissáttasemjari samningsaðila til fundar hjá sér á föstudag. „Fólk er bara slegið. Við þurfum bara að sofa á þessu til að vita hvernig við eigum að bregðast við,“ sagði Reinhold en starfsmönnum var greint frá stöðunni við vaktaskipti klukkan átta í morgun. Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík.vísir/egill Rannveig Rist forstjóri Isal segir mikið hafa verið hagrætt undanfarin ár og fyrirtækið selji eftirsótta hágæða vöru sem fáir aðrir bjóði upp á. Með raforkusamningnum 2010 hafi fyrirtækið tekið þátt í endurreisninni eftir hrun en nú sé raforkuverðið orðið of hátt. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum,“ segir Rannveig. Tap hafi verið á rekstrinum frá árinu 2012, tíu milljarðar á síðasta ári og stefni í fjóra milljarða á þessu ári. Rannveig segir viðræður eigendanna, Rio Tinto, við Landsvirkjun og stjórnvöld ný hafnar og því of snemmt að segja til um niðurstöður þeirra. Þær verði hins vegar að liggja fyrir um mitt þetta ár. Þá komi í ljós hvort álverinu verði lokað. Það hefði mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf, ekki hvað síst Hafnarfjarðarbæ sem hafi um hálfan milljarð í tekjur af álverinu á ári. Tilraunir til að selja verksmiðjuna hafi ekki gengið upp. „Núna er það ekki í skoðun, heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari eða loka henni alveg eða að hluta,“ segir Rannveig Rist.
Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45