Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2020 06:15 Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. vísir/vilhelm Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13
Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19
Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05