Þungir dómar vegna hryðjuverkasamtaka sem eru sögð tilbúningur Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 13:34 Höfuðstöðvar FSB, arftaka leyniþjónustunnar alræmdu KGB, í Moskvu. Talsmenn stofnunarinnar hafa neitað því að mennirnir hafi verið beitti ofbeldi. Vísir/EPA Mannréttindasamtök fullyrða að meint hryðjuverkasamtök sem sjö rússneskir róttæklingar voru dæmdir í fangelsi fyrir að tilheyra í dag séu í raun ekki til og séu uppspuni rússnesku leyniþjónustunnar til að bæla niður andóf gegn stjórnvöld. Sá þeirra sem hlaut þyngsta dóminn var dæmdur í átján ára vist í fangabúðum. Dómstóll í borginni Penza dæmdi mennina í sex til átján ára fangabúðavist fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum sem eiga að kallast Netið (r. Set). Rússnesk yfirvöld saka mennina um að hafa lagt á ráðin um að steypa ríkisstjórn landsins af stóli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmenn mannanna og mannréttindasamtök fullyrða á móti að mennirnir hafi verið pyntaðir og þvingaðir til að skrifa undir játningar. Ákærurnar á hendur þeim séu tilbúningur og samtökin sem þeir eiga að tilheyra sömuleiðis. Alexei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, segir refsidóma mannanna „hrollvekjandi“ og að hryðjuverkasamtökin Netið séu „uppskálduð hryðjuverkasamtök“. Mannréttindasamtökin Amnesty International kölluðu ákærurnar „hugarburð rússnesku öryggisþjónustunnar“ sem væri notaður til að múlbinda aðgerðasinna áður en dómarnir voru kveðnir upp. Talsmaður Vladímírs Pútín forseta segir að forsetinn viti af máli mannanna og hafi skipað yfirvöldum að ganga úr skugga um að allt hafi farið fram eftir lögum. Hann ætli sér aftur á móti ekki að grípa inn í. Mennirnir staðhæfa allir að samtökin sem þeir eigi að tilheyra séu tilbúningur leyniþjónustustofnunarinnar FSB sem hafi falsað sönnunargögn. Þeir segjast vera kunningjar með sama tónlistarsmekk auk þess sem þeir deili andúð á nasisma og aðhyllist vinstristefnu. FSB hefur hafnað ásökunum mannanna um að þeir hafi verið beittir ofbeldi til að knýja fram játningar. Dmitrí Ptsjelintsev, sem hlaut þyngsta dóminn fyrir að hafa stofnað samtökin, segir að hann beri ör eftir að honum voru gefin raflost. Honum hafi verið neitað um að fá lækna til að meta áverkana. Alls hafa tíu manns verið handteknir í Penza og Pétursborg verið handteknir fyrir að tilheyra Netinu. Fyrstu handtökurnar áttu sér stað í október árið 2017. Meintir félagar í samtökunum voru þá sakaðir um að leggja á ráðin um árási í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem var haldið í Rússlandi árið eftir og fyrir forsetakosningar þess árs. Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Mannréttindasamtök fullyrða að meint hryðjuverkasamtök sem sjö rússneskir róttæklingar voru dæmdir í fangelsi fyrir að tilheyra í dag séu í raun ekki til og séu uppspuni rússnesku leyniþjónustunnar til að bæla niður andóf gegn stjórnvöld. Sá þeirra sem hlaut þyngsta dóminn var dæmdur í átján ára vist í fangabúðum. Dómstóll í borginni Penza dæmdi mennina í sex til átján ára fangabúðavist fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum sem eiga að kallast Netið (r. Set). Rússnesk yfirvöld saka mennina um að hafa lagt á ráðin um að steypa ríkisstjórn landsins af stóli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmenn mannanna og mannréttindasamtök fullyrða á móti að mennirnir hafi verið pyntaðir og þvingaðir til að skrifa undir játningar. Ákærurnar á hendur þeim séu tilbúningur og samtökin sem þeir eiga að tilheyra sömuleiðis. Alexei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, segir refsidóma mannanna „hrollvekjandi“ og að hryðjuverkasamtökin Netið séu „uppskálduð hryðjuverkasamtök“. Mannréttindasamtökin Amnesty International kölluðu ákærurnar „hugarburð rússnesku öryggisþjónustunnar“ sem væri notaður til að múlbinda aðgerðasinna áður en dómarnir voru kveðnir upp. Talsmaður Vladímírs Pútín forseta segir að forsetinn viti af máli mannanna og hafi skipað yfirvöldum að ganga úr skugga um að allt hafi farið fram eftir lögum. Hann ætli sér aftur á móti ekki að grípa inn í. Mennirnir staðhæfa allir að samtökin sem þeir eigi að tilheyra séu tilbúningur leyniþjónustustofnunarinnar FSB sem hafi falsað sönnunargögn. Þeir segjast vera kunningjar með sama tónlistarsmekk auk þess sem þeir deili andúð á nasisma og aðhyllist vinstristefnu. FSB hefur hafnað ásökunum mannanna um að þeir hafi verið beittir ofbeldi til að knýja fram játningar. Dmitrí Ptsjelintsev, sem hlaut þyngsta dóminn fyrir að hafa stofnað samtökin, segir að hann beri ör eftir að honum voru gefin raflost. Honum hafi verið neitað um að fá lækna til að meta áverkana. Alls hafa tíu manns verið handteknir í Penza og Pétursborg verið handteknir fyrir að tilheyra Netinu. Fyrstu handtökurnar áttu sér stað í október árið 2017. Meintir félagar í samtökunum voru þá sakaðir um að leggja á ráðin um árási í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem var haldið í Rússlandi árið eftir og fyrir forsetakosningar þess árs.
Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira