Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri. Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri.
Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33