Ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar