Rory McIlroy aftur kominn upp í toppsæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 12:00 Rory McIlroy er besti kylfingur heims í dag. Getty/Ben Jared Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum. Aðeins þrír kylfingar hafa setið lengur í efsta sæti heimslistans í sögunni en það eru þeir Tiger Woods, Greg Norman og Nick Faldo. Rory McIlroy var þarna að komast á toppinn eftir fimm ára fjarveru en Norður Írinn er nú þrítugur. Rory McIlroy has returned to the world number one spot for the first time in five years. More here https://t.co/Dtkbg4g8UK#bbcgolfpic.twitter.com/I9DpRtRMHm— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2020 Rory McIlroy komst reyndar í toppsætið án þess að spila um helgina. Síðustu tvö ár telja í flóknum stigaútreikningum og Brooks Koepka, sem tók ekki þátt heldur á Pebble Beach Pro-Am um helgina, missti dýrmæt stig. Rory McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum en þetta verður han 96. vika í toppsæti heimslistans. Hann var þar síðast í september árið 2015. Tiger Woods (683 vikur), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) eru á undan honum en McIlroy þarf „bara“ tvær vikur í viðbót til að komast upp fyrir Faldo. Það munar samt mjög litlu á Rory McIlroy og Brooks Koepka sem munu báðir keppa á Genesis Invitational mótinu sem hefst í Kaliforníu á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum. Aðeins þrír kylfingar hafa setið lengur í efsta sæti heimslistans í sögunni en það eru þeir Tiger Woods, Greg Norman og Nick Faldo. Rory McIlroy var þarna að komast á toppinn eftir fimm ára fjarveru en Norður Írinn er nú þrítugur. Rory McIlroy has returned to the world number one spot for the first time in five years. More here https://t.co/Dtkbg4g8UK#bbcgolfpic.twitter.com/I9DpRtRMHm— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2020 Rory McIlroy komst reyndar í toppsætið án þess að spila um helgina. Síðustu tvö ár telja í flóknum stigaútreikningum og Brooks Koepka, sem tók ekki þátt heldur á Pebble Beach Pro-Am um helgina, missti dýrmæt stig. Rory McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum en þetta verður han 96. vika í toppsæti heimslistans. Hann var þar síðast í september árið 2015. Tiger Woods (683 vikur), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) eru á undan honum en McIlroy þarf „bara“ tvær vikur í viðbót til að komast upp fyrir Faldo. Það munar samt mjög litlu á Rory McIlroy og Brooks Koepka sem munu báðir keppa á Genesis Invitational mótinu sem hefst í Kaliforníu á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira