Nokkuð óvænt afleiðing óveðursins Ciara sem herjaði á norðurhluta Evrópu um helgina var að hraðamet var sett í flugferðum austur yfir Atlantshaf tóku skemmri tíma en áður hefur mælst.
Flightradar24 segir frá því að vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, hafi einungis verið fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. Var flogið í Boeing 747-436 vél.
Vanalega tekur flug á þessari leið milli sex og sjö klukkustundir. Er því um met í áætlunarflugi á flugleiðinni sé að ræða, ef litið er framhjá ferðum hinna hljóðfráu Concorde-þota sem flugu leiðina á um þremur á hálfum tíma á árunum 1976 og 2003.
Nokkrar tafir urðu á flugleiðinni, frá meginlandi Evrópu og til Bandaríkjanna um helgina vegna óveðursins.
Fastest across the Atlantic tonight from New York to London so far is #BA112 at 4hr56m. #VS4 in 4:57, and #VS46 in 4:59. https://t.co/gfYoHGV3Y6https://t.co/kMhjCqdEtt
— Flightradar24 (@flightradar24) February 9, 2020
If we're not mistaken, BA now retakes the fastest subsonic NY-London crossing from Norwegian. pic.twitter.com/Sr1GPeAjuh